Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1925, Page 13

Skinfaxi - 01.06.1925, Page 13
SKINFAXI 61 Einbúinn. í Dalnum milli Dimmufjalla djúp er ró, í kofa þar und klettahjalla karl einn bjó. Kofi hans í hallarstíl ei hlaðinn var en böl sem eltir borgarskríl ei ból féklc þar. Úr grjóti veggja voru smiðin voldugleg, á þeim vann ei vetrarhríðin vægðartreg. pakið lágreist tyrft með torfi til bjó skjól, þar strá sem ljár ei eyddi’ í orfi ^ygðu sól. Ei gluggar voru’ úr gleri dýru en glufa ein, með sólargeisla gulli sldru hún gylti stein. Gólfið myrkt en mjúkt und fæti úr mold var þar. Gamla mannsins griðasæti grásteinn var. í Dalnum milli Dimmufjalla djúp er ró.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.