Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 13
SKINFAXI 61 Einbúinn. í Dalnum milli Dimmufjalla djúp er ró, í kofa þar und klettahjalla karl einn bjó. Kofi hans í hallarstíl ei hlaðinn var en böl sem eltir borgarskríl ei ból féklc þar. Úr grjóti veggja voru smiðin voldugleg, á þeim vann ei vetrarhríðin vægðartreg. pakið lágreist tyrft með torfi til bjó skjól, þar strá sem ljár ei eyddi’ í orfi ^ygðu sól. Ei gluggar voru’ úr gleri dýru en glufa ein, með sólargeisla gulli sldru hún gylti stein. Gólfið myrkt en mjúkt und fæti úr mold var þar. Gamla mannsins griðasæti grásteinn var. í Dalnum milli Dimmufjalla djúp er ró.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.