Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1925, Page 18

Skinfaxi - 01.06.1925, Page 18
66 SKINFAXI þegar hann varð að taka heimiliskennara handa yngri systkinunum, eftir öll þau ósköp, sem hann er búinn að eyða til að menta þau eldri. Og er ekki von að feð- ur og mæður andvarpi yfir mentunarþorsta harna sinna, þegar sá verður oft og einatt árangurinn, að mentunin er hjá mörgum fánýtt glys til að hengja ut- an á sig, en gerir lítið að því, „að betra hjartað og líf- ernið.“ þó er þetta svo hræðilega ósanngjarnt og illa farið, og lagast vonandi, þegar fólkið vex frá þeirri villu að halda, að skólagangan ein megni að gera nokk- urn að mildum manni, — þegar því skilst, að það eru áhrif lærdómsins á manngildið, sem alt veltur á. Eg man, hvað eg lifnaði við, iþegar Ungmennafél. voru stofnuð. Stefnuskráin heillaði mig, og mér varð að hugsa. „petta hjargar þjóðinni.“ En hve sorglega hefir hugsjónin ekki verið svikin, og fagra merkið troðið ofan i sorpið. En þrátt fyrir þetta, er eg ekki vonlaus um, að Ungmennafél. læri að skilja köllun sína og snúi inn á réttar leiðir. En þið verðið að tala og dansa minna, og umfram alt hugsa og starfa meira. Hafið þið ekki á stefnuskrá ylckar eitthvað um að klæða landið og skrýða skógi. Væri elcki ráð, „að strika yfir stóru orðin, en standa við þau minni reyna.“ Takið þið lítinn blett heima við bæinn ykkar, og gerið hann heilagan með höndum ylckar, ást og um- hyggju. þið skuluð sjá og sannfærast um, að litli garður- inn verður ykkur góður skóli. þar lærið þið að nota tómstundirnar, og þið njótið þess, sem öllu 1‘ramar göfgar og gleður, að hafa eitthvað til að elska og ann- ast. Og hver veit nema ykkur skiljist þá betur en ella, hve yndisleg og lærdómsrík fórnaræfi hlómanna er. Já, góða mín, og látið þið svo setja stóra glugga móti sól á húsin yldcar og fyllið þá með blómum. Og sjáið þið svo til, hvort dýra prjálið úr kaupstaðn- um fyrirverður sig ekki þegar sólin skín á það.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.