Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1925, Side 27

Skinfaxi - 01.06.1925, Side 27
SKINFAXI 75 strax að gera mark, hepnist það, þá stöðvast leikur- inn, þar til búið er að gefa upp aftur, takist það ekki er haldið áfram. petta er gangur leiksins, annars fylgja honum þessar reglur fyrir dómara: 1. Leiktími er 40 mínútur; eftir 20 mín. er hálfleik lokið og er þá skift um mark. Báðir flokkar í samein- ingu velja sér dómara. — Leikandi má slá knöttinn eða kasta honum svo framarlega að hann að einhverju leyti sé inni í sínum eigin reit, en sé hann alveg fyrir utan og hreyfi knöttinn, er mótspilanda lians i þcim reit fenginn knötturinn og á hann vítiskast. 2. Ef tveir keppendur grípa til knattarins samtímis, þá tilheyrir hann þcim er fyr hefir á honum báðar hendur. 3. Hal'i einn leikandi knöttinn, þá er engum andstæð- ing hans heimilt að reyna að taka hann af honum, stjaka við honum eða á annan hátt hindra hann i þvi að kasta, en hins vegar ber hverjum leikanda að kasta strax án tafar og ekki má hann ganga meira en tvö skref með knöttinn, áður en kastað er. 4. þegar marksækjandi hefir fengið knöttinn og stendur það nálægt markinu, að hann álítur að tiltök séu að gera mark, kallar liann „stopp“, og frá þeim stað er hann hefir gripið knöttinn, verður hann að reyna að kasta honum i lcörfuna. Ef verjandi í sama reit reynir á einhvem hátt að koma í veg fyrir að kastið takist, fær sækjandi að kasta aftur frá sama stað, og er það „fríkast“. Fær hann þá straffímark, ef honum tekst að hæfa í körfuna, en það er fullur vinningur. 5. Lendi knötturinn út fyrir ystu marklínu, verða leikendur í þeim reit, þar sem hann fór út, að sækja hann, og sá er fyr snertir hann, á að kasta honum inn; gerir liann það frá þeim stað, þar sem knötturinn fór út fyrir línuna, og má hann kasta hvert sem hann vill, nema ef kastað er inn frá enda línunnar, þá má ekki kasta inn í markreitinn.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.