Skinfaxi - 01.09.1925, Síða 4
84
SKINFAXI
Miðlung og Fullsterk. Hefir nú þegar allslór sveit efni-
legra manna vaxið upp úr skauti þingeysku ungmenna-
félaganna, og þó komið eigi alllítill kyrkingur i þann
gróður, vegna óviðráðanlegra orsaka.
III.
Stofnun „Sambands þingeyskra ungmennafélaga“
hafði eigi þau áhrif á starfsemi félaganna heima fyrir,
sem straumhvörfum mætti valda. En með henni hefst
sameiginleg stai’fsemi þeitTa. Nýtt land var numið og
lagt við liið gamla.
Fyrsta framkvæmdamál Sambandsins var íþrótta-
námskeið, er það stóð fyrir á útmánuðum 1915. Kenn-
ari var Guðm. Kr. Guðmundsson, íþróttamaður í
Reyltjavik, og kendi hann 38 námssveinum. Siðar um
vorið stóð sambandið fyrir íþróttamóti og héraðshátíð
á BreiðumjTÍ. Sást þá árangurinn af starfi G. Kr. G.
og sambandsins. Mun það hafa verið glæsilegasta hér-
aðshátið, sem lialdin liefir verið í pingeyjarsýslu.
pessa byrjun var þó frekast að skoða sem próf á því,
hvers sainliandið væri megnugt. Að vísu var hér með
liafið starf saml)andsins fyrir íþróltalíf héraðsins. En
íþróttamálið hefir aldrei verið aðalmál þess, heldur
miklu meir mál hvers félags heima fyrir. Sambandið
hefir skoðað það sitt hlutverk, að örfa þá starfsemi
fclagsdeilda sinna, en heldur eigi meira. pað hefir tvis-
var staðið fyrir íþróttanámskeiði síðan, 1915 (1922 og
1925), tvisvar fyrir íþróttamóti (1917 og 1919) og leik-
völl hefir það gert á Breiðumýri. En annað hefir það
eigi fyrir íþróttirnar gert svo teljandi sé.
Aðalmál samhandsins liafa verið menningarmál hér-
aðsins. pegar á fyrsta aðalfundi þess var rætt um að
stofna alþýðuskóla í héraðinu, og fékk það mál ein-
dregið l'ylgi á fundinum. Áður hafði málið verið rætt
í sumum félögunum, einkum ungmennafél. Efling í
Reykjadal, en ekkert á unnist vegna samhandsleysis