Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1925, Síða 5

Skinfaxi - 01.09.1925, Síða 5
SKINFAXI 85 félaganna. Síðan 1915 hefir málinu þokað áfram jafnt og stöðugt, þangað til alþýðuskóli pingeyinga var reist- ur á Litlulaugum sl. ár. Og altaf hefir S. p. U. haft for- göngu. Svo hefir það verið með sókn þessa rnáls sem oft vill verða um ný og stór framkvæmdamál í höndum ungra manna, að kent hefir fálms, og margt verið gert, sem að litlu eða engu hefir orðið. Vafalaust hefir það tafið málið og nokkuð skert fylgi þess um skeið. En þrátt fyrir það á sambandið áreiðanlega heiður skilið fyrir það, sem unnist hefir. Á tvennan hátt hefir aðallega verið að framkvæmd málsins unnið: fjársöfriun um pingeyjarsýslu alla og skólalialdi á Breiðumýri. Fjársöfnunin hófst 1917, og að tveimur árum liðnum liafði safnast alt að 20 þús. kr., en mest var það i loforðum að eins. Fénu var ým- islega safnað. Sumt lögðu sýslufélögin fram, sumt hrepparnir, sumt einstakir menn. Eigi voru ungmenna- félögin þess megnug að leggja mikið úr eigin sjóði, en þau stóðu fyrir fjársöfnuninni. 1919 varð hlé á fjár- söfnuninni, enda skyndileg breyting á efnahag héraðs- manna til þess lakara þá á næsta ári. Veturna 1917—’18 og 1918—’19 hélt ungmf. Efling í Reykjadal unglingaskóla á Breiðumýri. Var það ætl- un þeirra, er fyrir því börðust, að það yrði vísir til al- þýðuskólans. Siðara árið styrkti sambandið slcólann. En svo varð að leggja skólann niður í bráð, þvi eigi fengust kennarar, er nægilega tiltrú höfðu. Árið 1921 hefst ný sókn. Skólinn á Breiðumýri er endurreistur. Nú eru það að visu ekki ungmennafélög- in, sem reka hann, lieldur sá, sem þetta ritai’, en fé- lögin styrkja hann af miklum drengskap. Naut hann 400—500 kr. fjárstyrks frá þcim árlega. En ef til vill hefir þó verið meira um vert þann siðferðislega styi’k, er skólinn naut l'rá félögunum. Jafnframt þessu var undirbúið að leggja fjárbeiðni fyrir Alþingi, til að reisa

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.