Skinfaxi - 01.09.1925, Síða 6
86
SKINFAXI
skólahús. 1923 veitti þingið 35 þús. kr. til þess á fjár-
lögiim 1924 með því skilyrði, að % kostnaðar kæmu
annarsstaðar frá. Vorið 1924 var byrjað að byggja skól-
ann á Litlulaugum. Jafnframt fór fram ný fjársöfnun
til hans og einkum reynt að fá gefna vinnu. Erfiðleik-
arnir urðu geysilegir. Vorharðindi voru þá meiri en
komið hafa síðan um aldamót, og langt er síðan að hú-
peningur manna og afkoma öll hefir staðið jafn tæpt
í þingeyjarsýslu. Við það bættist svo, að mænuveikin
geysaði um héraðið. Mörg heimili urðu ekki sjálfum
sér nóg um vinnukraft, önnur forðuðust allar sam-
göngur til að verjast veikinni. Flestir voru mjög böl-
sýnir um það, er framundan var, enda er það vorkunn-
armál. Samt reis alþýðuskóli pingeyinga af grunni hægt
og liægt. Um jól var húsið skólafært, þá var verki liætt,
enda eigi meira fé fyrir hendi. Margt er enn ógert, en
það sem gert hefir verið er vel gert. Mest er um vert,
að húsið er hitað upp með laugahita, og að það hefir
tekist ágætlega. Kostnaður við bygginguna er nú orð-
inn tæp 90 þús. (kr. 88001,29 við árslok 1924). Fram-
lög pingeyinga eru nú orðin um 29 þús. kr., en auk
þess hefir skólanum verið lofað um 30 þús. kr. á þessu
ári. Tekið hefir verið að láni full 25 þús. kr. og standa
20 menn í héraðinu i ábyrgð fyrir þvi. S. p. U. lagði
úr eigin sjóði 1000 kr. til skólahyggingarinnar sl. ár.
og héfir ákveðið að styrkja skólann með jafnmikilli
úpphæð þetta ár. En miklu meira virði er þó það, sem
sambandið hefir lagt fram með vinnu framherja sinna,
en það verður eigi til fjár metið. Framkvæmdanefnd
skólabyggingarinnar var skipuð stjórn S. p. U. ásamt
einum fulltrúa sýslunefndar S.-pingeyjarsýslu, göml-
um stjórnarnefndar-manni sambandsins, Birni Sig-
tryggssyni. I ár hefir sambandinu enn tekist að útvega
skólanum 5 þús. kr. rikisstyrk til byggingar vetrarsund-
laugar, er bygð verður á næsta ári.
Til þess er ætlast, að skólinn verði afhenlur hérað-