Skinfaxi - 01.09.1925, Qupperneq 7
SIÍINFAXI
87
inu sem sjálfseignarstofnun á þessu ári. Skuld skólans
verður þá færð i Söfnunarsjóð Islands og sýslan tekur
ábyrgð á henni gagnvart sjóðnum með bakábyrgð
þeirra 20 manna, sem nú bera ábyrgð á lánum skól-
ans. Ekki skal því neitað, að betur væri, að skólinn
væri skuldlaus, þegar sambandið afhendir hann, en
þess ber að gæta, að hann hefir upphitun, sem ekkert
kostar og er það meira virði en skuldunum nemur.
Ennfremur á hann nú þegar eignir í bókum, kenslu-
áhöldum o. fl., sem nemur alt að 5 þús. krónum, og
svo verður vel frá skuldunum gengið.
Alt annað sem sambandið hefir unnið fyrir menn-
ingarmál héraðsins er smærra. Á öðru starfsári sínu
1916 byrjaði það að beitast fyrir bættum póstgöngum
í héraðinu. Skipulag á póstgöngum í austurhluta sýsl-
unnar hefir verið fráleitt. Aðalpóstafgreiðslan er á
Grenjaðarstað, 4 km. til hliðar við aðalveg sýslunnar
og alllangt frá miðju héraðsins. pangað gengur auka-
]>óstur frá Húsavík, einkahöfn austursýslunnar, í veg
fyrir aðalpóstinn á austnrleið, sem tekur þann hluta
Húsavíkurpóstsins, sem á í Laxárdal, Mývatnssveit og
lengra austur, en póstur í Reylcjadal og Bárðardal og
vestur biður þangað til hann kemur til baka. pá kem-
ur aftur póstur frá Húsavík í veg fyrir aðalpóst, og
verður þá eftir og bíður næstu ferðar sá póstur, sem á
í austursveitirnar. S. ]?. U. vildi fá póstafgreiðsluna
færða í Einarsstaði eða Breiðumýri, sem eru á kross-
götum í miðju héraði. þangað skyldi póstur ganga
vikulega frá Húsavík. Milli aðalpóstferðanna hugðust
ungmennafélögin að dreifa honum út um sveitirnar.
Póstleiðin yrði um aðalvegi sýslunnar. Allur póstflutn-
ingur um héraðið yrði þannig mildu greiðari og þó
ekki dýrari. petta hefir fengið eindregið fylgi sýslu-
nefndar og hngsandi manna í pingeyjarsýslu nema í
næsta nágrenni Grenjaðarstaða, en aðallega hefir mót-
staðan verið af hálfu prestsins þar, sem póstafgreiðsl-