Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1925, Page 10

Skinfaxi - 01.09.1925, Page 10
90 SKINFAXI vera seinn að koma fram milli fauskanna. Nú mun flestum vinum félaganna aftur bjartara í augum. Og víst hefir aðstaðan og liorfurnar batnað til stórra muna. Á sambandsfundi i vor var mikið rætt um framtið félaganna. Skal hér að lokum gerð grein fyrir nokkr- um atriðum, er fram komu í þeim umræðum. pað kom í ljós hjá sumum fulltrúunum, að þeim fanst, að félögin liefðu nú öll eignast eitt heimili, þar sem skólinn var, heimili sem þeir væntu mikils af fyr- ir ungmennafélögin, og heimili, er félögin mundu mik- ið vilja fyrir gera. Á þessu var bygð tillaga frá yngsta fulltrúanum um einskonar ungmennafélagamót við skólann á hverju vori. pað mót skyldi standa viku- tima, og hvert félag senda minst einn félagsmann sinn þangað, en annars gætu þar verið svo margir er vildu. Hálfan daginn skyldi vera unnið fyrir skólann, einkum að því að prýða kringum bann, hálfum deginum skyldi varið til að ræða félagsmál, stunda íþróttir og skemta sér. Skólinn skyldi fæða hópinn og sjá honum fyrir húsnæði og a. m. k. einum fyrirlestri á dag, eða öðru, er því væri jafngilt. Á þennan hátt yrði altaf lifandi samband milli ungmennafélaganna og skólans. Ung- mennafélögin héldu stöðugt áfram að reisa slcólann og hlúa að honum, skólinn bæri nýtt og nýtt eldsneyti á eldinn i barmi uugra félagsmanna og fengi félögun- um verkefni í hendur. Nokkrir fulltrúar kváðust til þess búnir að byrja þetta þegar i vor. Fleira kom fram svipað þótt þetta væri frumlegast. Og gæfuleysi er það, ef skólinn getur ekki orðið félögunum betri en enginn í l'ramtíðinni. Aldrei befir gætl meir trúar á gildi og framtið ung- mennafélagsskaparins á fundum sambandsius en á þess- um fundi. Nokkru mun um hafa valdið, að fundurinn var haldinn í nýja skólahúsinu á Laugum, og höfðu því fulltrúar í'yrir augum árangur af starfi sambandsins. Einnig stóð yfir íþróttanámskeið, er sambandið hélt og

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.