Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 12
92
SKINFAXI
er mörgum pingeying óljúft að taka bindindisheit á
skuldbindingaskrá félags síns, enda vilja félögin lielst
enga skuldbindingarskrá hafa. Eg fyrir mitt leyti óska
að þingeysku félögin gæfu þetta ágreiningsatriði upp,
enda horfir nú bindindismáliS öSruvísi viS, en þegar
félögin voru stofnuS. En á hinn bóginn virSist mér líka
órétt af U. M. F. í., aS láta bindindisheit vera ágrein-
ingsmál. Svo mikiS og margvíslegt er starf ungmenna-
félaganna, aS engin þörf er á, aS gera ]?aS aS allsherj-
armáli í bannlandi, þar sem lil er öflugur skiijulagsbund-
inn félagsskapur, Reglan, sem hefir bindindismáliS aS
aSalmáli. Svo gæti og veriS bindindisheit innan héraðs-
sambandanna áfram eða í einstökum félögum, þótt það
væri eigi skilyrði fyrir inngöngu i U. M. F. í.
Á síðasta Alþingi barðist ríkisstjórn íslands fyrir þvi
að stofna her til að berjast meS stáli og blýi (og eitr-
uðu lofti?) gegn sundrunaröflum þjóðfélagsins. Mikil
harmsaga væri það, ef svo reyndist, að til slíks væri nú
þegar eða yrði siðar sú nauðsyn, er eigi yrði undan kom-
ist. Með íslenskum ungmennafélögum hefir verið reynt
að stofna annan her gegn sundrunaröflunum. Sá her
berst með andlegum vopnum einum, og byggir sigur-
vonir sínar á því að ala upp nógu marga félagslega
þroskaða menn, menn, sem iáti ást til lands og þjóðar
bera uppi áform og athafnir. Og þeim her er ætlað
enn meira ldutverk. Honum er líka ætlað að kalla til
aukins lífs gróðrar og yngiöfl þjóðlífsins. Hér er ólíkt
glæsilegra langmið framundan. En til þess að eitlhvað
sækist í áttina, sem um munar, verða ungmennafélög-
in að láta ágreiningsmálin víkja til liliðar fyrir sam-
eiginlegu áhugamálunum, og haldast fast og vel í
hendUi’.
Arnór Sigurjónsson.