Skinfaxi - 01.09.1925, Qupperneq 16
96
SKINFAXI
sinnum farsælla og meira virði en sífelt þot og fálm
og leit úr einum staðnum í annan. Að eg ekki tali um
hvað þá er staðið betur að vígi, með það að geta gert
það, sem í kringum sig er, eitthvað betra og hlýrra,
glaðara og gæfusamara. Eins er það með félagsskap.
Yið vitum ekki Iivers virði það er, að v i n n a s a m-
a n að góðum störfum, hvort sem framkvæmd þeirra
er i dag, eða lengst út i hugsjónalöndum framtíðarinn-
ar, vitum það ekki til fulls, fyr en við sjáum engin ráð
til að lífga aftur það sem dáið er. pá finnum við oft-
ast að við höfum legið á liði okkar, að einhverju leyti
dregið okkur í hlé, vanlað lifandi áhuga og þálttöku í
starfsemi félags, ekki hirt um að vekja eða viðhalda
þeim kröftum, sem i okkur húa.
pað er fátt eins gremjulegt og þetta svar, sem marg-
ir viðhafa við beiðni um einhverja þátttöku: „pað mun-
ar ekkert um mig.“ Ef þetta er af yfirlætisleysi, þá er
það samt sem áður hinn versti og hrapallegasti mis-
skilningur, sem nokkur ungmennafélagi gerir sig sek-
an um. Jú, vertu viss. pað munar mikið um þig ein-
ann, liver sem þú ert. pað munar um livort þú sækir
fundi eða ekki. pað munar um livort þú efnir þau lof-
orð, sem þú gefur með atkvæði þínu. pað munar um
hvert einasta orð eða athöfn, sem þú vinnur gagnvart
félaginu þínu, og það munar um hverja einustu góða
hugsun í garð þess.
Er ekki í rauninni alt komið undir hugsunarhættin-
um? Alt komið undir þeim anda, sem hvert verk er
unnið í? Finnum við þetta ekki daglega heima hjá okk-
ur? pau störf, sem við vinnum með lifandi áhuga og
kap])i, og hugsum okkur að gera bæði vel og mikið,
er það ekki eins og þau margblessist, og launin verði
margföld í þeirri meðvitund einni, að hafa gert m e i r a
e n s k y 1 d u s í n a. En — er það ekki eins og van-
blessun í öllu, sem gert er með liangandi hendi og með
það eitt fyrir augum að fá vissa launauj)phæð?