Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 19
SKINFAXI m þaA, sem einn ei unnið getur, iðulega tveim er kleift. Félags hvers sem girnist gera gagn í sínum verkahring, eiginleikar verða að vera: vilji, festa, sameining. Samtök styðja, sundrung eyðir, — sigri nær ei hennar þræll -—■. Stefnufesta götu greiðir. Góður vilji er auðnusæll. Vormenn íslands! hefjumst handa liöldum stöðugt marki að, allir saman eiga’ að standa aukinn sigur gefur það. Treystum félags böndin hetur hrautin mun þá verða greið, því að öflug eining getur örðugleikum velt úr leið. pó — ef eining á að huga allar tafir, hvar sem er — starfa vel með hönd og liuga hlýtur einstaldingur hver. pví skalt þú, sem heitan hefur hugann bundinn framsókn við, vekja hvern þann vilja’ er sefur, vísa’ á lífsins æðstu mið. pú, sem átt það afl, sem dvínar ei, og varla sigur bregst, láttu hjálpa hendur þínar hinum, sem að miður tekst. pú, sem eygðir öðrum betur alt, sem framsókn hindra kann,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.