Skinfaxi - 01.09.1925, Qupperneq 21
SKINFAXI
101
brunnur íslenskrar menningar og geta orðið það enn
um langan aldur, ef rétt er á haldið.
Einn hinn ágætasti mentamaður landsins hefir kom-
ið því til leiðar, meðal ungmennafélaga í sveit sinni,
að þeir lesa valda kafla úr söguritum, bæði fornum
og nýjum, milli funda, og ræða þá svo á fundum sínum;
segja þeir félagar að sjálfsnám þetta reynist þeim ágæt-
lega, skerpir það mjög dómgreind þeirra á þjóðlegum
fræðum.
Æskilegt væri að ungmennafélagar notuðu fundi sína
og tómstundir, sem víðast, til að stunda sjálfsnám þetta,
en þörf væri þá á því, að þeir af ungmennafélögum, sem
fróðastir eru i þessari grein gæfu góðar skýringar og
leiðbeindu vel við námið.
Raunar er hér allmikið til af ritskýringum og dóm-
um, en ekki hafa allir kost á að njóta þess, og liins
l)er líka að gæta, að ýmsum dómum er ærið áhóta-
vant; fyrir því er það hin mesta nauðsyn að æskulýð
landsins verði hetur leiðbeint um, hvernig hann á að
lesa bækur, en verið hefir, og þá ekki siður sögurit en
annað. En hér er um liið mesta vandaverk að ræða,
svo mikils þarf við lil að inna það af hendi svo vel sé,
og sísl verður það gert i stuttri grein, en á það má
benda, að margt er lesið af lítilsverðum bókum, en
góðar bækur eru oft lesnar illa, þvi eru þær misskild-
ar og litið af þeim lært. Svo er um íslendingasögur og
mörg önnur bestu sagnarit okkar. Ungmennafélagar
þurfa að taka rit þessi, lesa þau vel, ræða þau ítarlega
og kryfja þau sameiginlega til mergjar, þá'munu þeir
eignast mikið af andlegu verðmæti, sem fáum er jafn
auðfengið annarsstaðar. ]?eir munu finna þýðingarmikil
sambönd milli orsaka og afleiðinga. peir munu þroska
skilning sinn og verða næmari fyrir því, hvernig breyta
skal við náungann og hafa betri tök á vandamálum, en
annars mundi.
Grein þessi verður lík þvi, sem eg hugsa mér að