Skinfaxi - 01.09.1925, Page 24
104
SKINFAXI
pór, er hann fór iil Utgarða-Loka. pað má lesa hana
eða segja lítt þroskuðnm börnum, þau hlýða sögunni
hugfangin og löngun þeiri'a vex í því að fræðast og
nema, svo létt er frásögnin og æfintýrarik. Séum við
á unglingsaldri og viljum læra móðurmál okkar, getur
varia fegri fyrirmynd en sögu þessa eða aðra vel valda
kafla úr fornsögum. En fulltíða fólk les til þess að læra
af því, það vill finna eitthvað, sem hefir gildi fyrir lífið,
og umhugsunarefni verða ærin í þessari sögu.
pór var máttarins guð, hann vildi ryðja jötnum og
meinvættum af vegum manna, hann reiddi hamarinn
hart og hlífðarlaust og sást ekki fyrir, en hamfarirnar
reyndust þar illar til umbóta, sjálfur varð bann undan
að láta og þótti slæm erindislokin. Hér kemur fram það
sem er staðreynd á okkar dögum, að illa gefst ójöfn-
uður, því að drottinn er ekki i storminum.
Ein er sú saga i Njálu, sem mjög hefir snert hugi
manna, hana kann hvert barn á íslandi; það er saga
Gunnars, er hann reið sekur að heiman og leit til hlíð-
arinnar. Hvað veldur því, að saga þessi er svo þjóð-
kunn? pví er auðsvarað. Hún hefir verið skýrð og lesin
vek Jónas Hallgrímsson kvað hana í hug og hjörtu allra
íslendinga svo rækilega, að þess er enginn kostur að
gleyma henni, en Jónas orti ekkert um það, sem Kol-
skeggur sagði við þetta sama tækifæri. pó eru orð Kol-
skeggs engu ómerkilegri en Gunnars. ]?á er Gunnar
vildi að Kolskeggur hyrfi aftur með sér, mælti hann:
„Hvárki skal ek á þessu níðask ok engu öðru þvi er
mér er lil trúað, ok mun sá einn hlutr verða, at skilja
mun með okkr.“ Margsinnis höfðu þeir bræður barist
hlið við hlið; aldrei hafði Kolskeggur hikað við að
hætta lífi sínu Gunnars vegna, aldrei hafði þá greint á
um neitt fyr en þarna, en þegar Kolskeggur fann að
Gunnar vildi ekki efna það, sem hann hafði heitið vin-
um sínum og gekk á gerða sætt, þá þóttist hann finna
að bt’óður sínum væri ekki bjargandi. Hægt mun að