Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1925, Side 25

Skinfaxi - 01.09.1925, Side 25
SIÍINFAXI 105 leita víða í nútíðarritum, án þess að finna fegurra dreng- skapardæmi eða meiri sannleiksást en hjá heiðingjan- nm Kolskeggi. Hann kvaddi bróður sinn, ættjörð og alt, sem hann unni, til þess að efna orð sín og lilýða landslögum. Fögur er þessi fyrirmynd Njálu og margt má af henni læra. Enda er óhætt að segja um Njálu, að þar er ekki ein báran stök. Hún á ótæmandi auð af algildum sann- indum og lífsspeki, sem liver maður getur lært mikið af, en því mun Njála misskilin, að oft er illa lesið, næg- ir þar að minna á almenningsdóminn um Hallgerði og Bergþóru, hann hefir verið mjög á einn veg. Bergþóra lofuð sem mest má verða, en Hallgerður talin ímynd afhrakskvenna, hún hefir verið kölluð kvensvarkur hinn mesti og þjófur, og síst er því gleymt, að hún réð mönnum sínum hana, en þess er sjaldan minst, að Bergþóru var líka áfátt í ýmsuni greinum, hún var skapstór og óvægin og eggjaði syni sina fast til hefnd- arverka, þó ærið væru þeir framgjarnir, því má segja að margt hafi verið líkt í skapgerð þessara kvenna, en þó verður að lokum hár himinn á milli þeirra, það er bjart um Bergþóru sem framast má verða, hún stígur á bálið með þeim, sem hún unni, og lét lif sitt í örm- um hans, en ólánið og ömurleikinn slcefla yfir Hall- gerði við Iiliðina á víga-Hrappi, hinum mesta óhappa- manni. Af hverju stafar þessi mikli munur á frægðar- ljóma? Af mismunandi áhrifum frá vinum og sam- ferðamönnum. Bergþóra var ung gefin Njáli og unni honum hugástum, hún bjó mestan hluta æfi sinnar með hæglátum spekingi, sem luinni að göfga kosti henn- ar, þess vegna hrann hún með honurri, en örlögin nídd- ust á Hallgerði, þau grófu kosti liennar kvika, en not- uðu gallana. Fóstri hennar var striðlyndur ójafnaðar- maður og Höskuldur notaði illa föðurréttinn, er hann gaf liana barnunga til fjár, þvert á móti vilja hennar. En það sannaðist á Hallgerði, að fáir ganga ólánsmenn

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.