Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 2

Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 2
9 SKINFAXI pað var hin iorna og nýja harmsaga alls lífs, er kom hjarta herkonungsins til að titra, svo aS hann gat ekki tára bundist. Og það er þessi harmsaga lífsins, er fyll- ir sálirnar viðkvæmni og döggvar augun, þegar hugsað er til hverfleika æskuára — hverfleika hins þróttmikla, vondjarfa og hughressa lífs. En hinsvegar er því þannig farið, að mannssálin unir ekki til lengdar við lokuð sund og brotnar brýr. Ef ckki eru neinir vegir, býr hún sér til vegi. Og út úr þessum lokuðu sundum, sem vér sjáum hvervetna umhverfis oss, er vér hugsum til fall- valtleika einstaklingslífsins, hefir mannssálin reynt að koinast, og það með ýmsu móti. Fallegl dæmi þess kemur fram hjá norska stórskákl- inu, Björnstjerne Björnson í einu kvæða hans: Faðir og sonur talast við. Sonurinn sér farfuglana leggja af stað eftir hinni Iiáu vegaleysu. Hann spyr föður sinn hverrar sjnirningarinnar á fætur annarar um tilgang ferða farfuglanna til fjarlægra landa. Faðirinn greið- ir vel úr öllum spurningum hans og segir honum frá því, hversvegna farfuglarnir fljúgi á hraut. En í þessum spurningum og tilsvörum kom það fram, að verið gæti, að flugþol margs fuglsins þyrri og hann félli örmagna i hið djúpa ómælishaf, án þcss að ná lil fyrirheitna landsins. pá fyltist viðkvæmt hjarta unglingsins trega út al' örlögum fuglsins. En kvæðið endar á þeim orð- um föðursins, að sonurinn skuli ekki láta það á sig fá, þó að einhver fuglinn farist, því að fleiri komi á eftir. Og þá er hugsunin sú, að þeir komist altaf alla leið, eða að minsta kosti einhverjir þeirra. pað er svo sem auðskilið, að þarna var skáldið að lýsa mannlífinu. Og það er ekki ófyrirsynju, að það er faðir og sonur, sem talast við. Faðirinn á að hníga fyr en sonurinn, sonurinn er sá, sem á eftir kemur og lieldur fluginu áfram og kemst alla leið, -— að minsta kosti er von til þess, að hann komist alla leið inn í fyr- irheitna landið, — landið, sem faðirinn hafði orðið að

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.