Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 6
6
SKINÍAXI
finna sérkenni sín, grafa afi méginlindum þjóðarsál-
arinnar og láta lindirnar taka að streyma. Og þessi
þjóð er svo vel á sig komin, að lindirnar eru ekki ein-
hæfar. Eða lil að lialda sér við hugsanaferilinn um
landnámið hér að framan, þá má orða þelta þannig:
Lendurnar eru margar og margvíslegar, sem þarf að
nema og yrkja. Og góðra drengja er þörf á hverjum
stað, góðra drengja, er ganga glaðir og hugrakkir að
landnámsstarfinu og lyfta byrðunum í samstiltum átök-
um handar og hjarta i bróðurhug og sérplægnislausri
sameiningu.
þ’ér ungu menn, útskrifaðir búfræðingar og tilvon-
andi, bafið valið yður það hlutverk að ganga til starfa
á sviði landbúnaðarins, þar sem landnámið í eiginleg-
asta skilningi bíður. par sem „ásinn bíður“, eins og eitt
vorra yngri skálda liefir komist að orði í gullfögru
kvæði, nýlega orktu, cr heitir: Landnemar. Já, ásinn
bíður yðar. Óræktað land bíður yðar. polinmóður bef-
ir ásinn beðið ár eftir ár og öld eftir öld. En ásinn bíð-
ur enn. Og skyldi það nú vera aðeins einn ás, sem híð-
ur. Öðrunær! pað híður ás, ræktarlaus, forsmáður ás
lianda yður öllum. polinmóður biður bann og rólegur.
En bann Jitur vonaraugum til yðar, ungu menn. Og
nú veit bann, að hann þarf ekki lengi að bíða. En eins
krefst bann, óræktaði islenski ásinn, sem lært hefir
rósemi á biðinni, um aldaraðir — þess, að landnemarn-
ir komi rólegir, þögulir með heilaga alvöru jarðyrkju—
mannsins, sáðmannsins, sem gengur út að sá. Við sán-
ingsstarfið — við landnámsstarfið þarf lund og bjarta-
lag sáðmannsins mikla — Kristslundarfarið. Og þessa
lundarfars þarf meðal annars af því, að það er engin
von, að ásinn, sem enginn sómi hefir verið sýndur, geti
alt í einu gefið fullan arð. En ruðningsmönnunum, er
ekki öðlast i upphafi og kannske aldrei bin mikla upp-
skera, er gott að minnast þess, er Jónas kvað: