Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1926, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.03.1926, Qupperneq 7
SKINFAXI 7 Bera bý bagga skoplítinn hvert að húsi heim; en þaðan koma ljós in logaskæru á altari ins göfga guðs. Eg var að minnast á, að nú væri nýir og merkilegir tímar á landi hér. Og eg var að tala um, að það væri gleðilegt. En að vissu leyti er það kvíðvænlegt, — kvíð- vænlegt af því, að altaf koma nýir tímar fram með (irannsökuð og óreynd verkefni, og því fleiri og vand- ráðnari því merkilegri timarnir eru. Og þá getur verið svo torsótt að leysa rétt úr þessum verkefnum. En um leið.og á þelta er minst, er rétt að minna á, að það er ekki eins og ný verkefni blasi aðeins við runnin úr ís- lenskri mold. Hingað streyma erlend áhrif. pjóðin þarf að vera því vaxin að geta skilið þau og t'arið með þau eins og henni hæfir best. Og þetta er þá ein af þeim kröfum, sem bíður yðar, ungu vinir og samlandar. pað hefir verið talið, að sól gamals tímabils í sögu vestrænna þjóða og menningar hafi sigið að fjalla- baki árið 1914, en um leið hafi hafist nýtt timabil. — petta nýja tímabil er fárra ára. — En samt liafa stórfeldar breytingar átt sér stað. — Ríki hafa liðast í sundur, margreyndu stjórnarfyrirkomulagi liefir ver- ið varpað fyrir ætternisstapa — mannssálirnar hafa skolfið til neðstu grunna. En þá hafa og verið gerðar ýmsar tilraunir og margháttaðar lil að koma á meiri farsæld meðal mannanna, en áður hafði fengist. pess- ar tilraunir og umleitanir eiga ekki reynsluna að kalla megi að baki sér, þær eru ekki þrautrcyndar enn, enda hafa fáar þcirra, að lalið er, leyst þá miklu erfiðleika, er vestræn menning var strönduð i. En það er ólga í þessum tilraunum. þær breiðast út. J?ær koma iiingað til þessa lands. ]?ér uppvaxandi mennirnir eigið að

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.