Skinfaxi - 01.03.1926, Side 14
14
SKINFAXI
í'arar. Mér koni til liugar, hvort alt þetta fólk væru
miklir íþróitavinir ? Neiv þvi miður. pað var aðeins ein-
hver þjóðemistilfinning, serri þarna var vakin. Skiln-
ingur á því, að þessi litli flokkur var að nokkru leyli
fulltrúi þjóðarinnar, sem nauðsynlega þyrfti að koma
fram lil sóma.
Landfestar voru leystar og „Mercur“ skreið liægt lil
úr höfninni. Allir voru upp á þiljum franr eftir kveld-
inu. Móða hvíldi yfir landinu svo að landsýninnar naut
illa. pá gengum vér lil náða og vorum allir í sama klefa
á öðru farrými. pennan sama dag, áður en vér lögð-
um af slað, barst oss skeyti frá Jóhannesi kongsbónda
Paturssyni í Kirkjuhæ og hað hairn oss að lrafa glímu-
sýningu í pórshöfn á leiðinni út. Hafði Skipstjórinn á
„Mercur“ heilið að hiða eftir oss alt að 2 stundir, ef
á þyrfti að halda. 21. maí kl. I síðdegis komum vér tii
pórshafnar, var það nokkru seinna en húist var við, því
-skipið fékk rnikinn mótvind. SJdpstjórinn gaf það til
kynna, að vér mættunr alls ekki fara í latrd, því að skip-
ið mætti senr nrinst tefja, úr því sem komið var, svo
að það næði áætlun til Björgvinjar. Oss þótti þetla leitt,
en skipstjóri lrlaut að ráða. Alt í einu konr lítill mót-
orbátur frá landi út að skipinu, voru nokkrir nrenn á
honunr. pegar þeir konru út að skipinu, gengu þeir þeg-
ar upp á það og er það einn þeirra, senr spyr eftir is-
lensku glimumönmmum. pað var Jóhannes Paturvs-
son. Hann lreilsar á íslensku vingjarnlega og sagði, að
í landi biði fólk með óþreyju eftir oss. Vér sögðum,
að skipstjóri leyfði enga töf. „Vitleysa“ sagði Jólrann-
es og í einni svipan var hann horfinn upp á stjórnpall-
inn og fékk leyfi hjá skipstjóra um það að vér nrætt-
unr fara í land og vera í burtu í 2% klst. „Hafið lrrað-
ann á piltar,“ sagði hann. paö var þróttur í röddinni,
en alt látbragð svo hispurstaust, og jafnhliða aðlaðandi;
vorum vér i einni svipan komnir i lrátinn hjá Paturs-
son. A bryggjunni var nrúgur og margmenni og var