Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1926, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.03.1926, Qupperneq 17
SICINFAXI 17 parna var allskonar fagnaður, langt í'rani á nótt, og yrði það of langt mál að telja hér upp hvert einstakt atriði, þó vel væri það þess vert. Hér vorum vér sann- lega sem millum bræðra og vina, og i liuga hvers ein- staks virtist ríkja óblandin gleði. Daginn eftir voru öll <Iagblöðin í Björgvin full af greinum um glímusýning- una. Var það alt á einn veg, mikil aðdáun á glímunni og hvatning til norskra íþróttamanna að taka að iðka íslenska glímu. 28. maí átti að vera útisýning, en það fórst fyrir, sökiim rigningar, og var því glímt í Turnhallen, sem fyrr. Var glímunni jafnvel tekið, sem áður. pann tíma, sem vér höfðum afgangs sýningunum notuðum vér mest til þess að skoða borgina, þar á meðal ýms söfn. 29. maí fórum vér til Fana; höfðum þar sýningu um kveldið í húsi ungmennafélagsins. Gistum um nóttina á búnaðarskólanum Stend. par hafa margir íslending- ar dvalið við nám, þar á meðal Sig. Sigurðsson, bún- aðarmálastjóri og Jósep Björnsson kennari. Skólastjór- inn sýndi oss hina mestu gestrisni. Sagði hann að sér væri það altaf ónægja að heyra eitlhvað gott frá Is- landi. Sýndi hann okkur flest utan húss og innan og skýrði fyrir oss starfsemi skólans. Hefir þarna verið unnið allmikið að ýmiskonar jarð- yrkju og skóggræðslu. Sagði skólastjóri að 40 ára gam- alt tré hefði náð þar þeim vexti að vera feðmingur að ummáli. pessu næst fórum vér til Björgvinjar aftur og svo með járnbrautarlest til Trengereid, þaðan i bil- um lil Nordheimssund. Leiðin frá Trengereid til Nord- heimssund er á að giska 50 km., liggur hún um fjöll og firnindi, i einlægum krókum og bugðum. Víða er vegurinn meitlaður inn í þverbrattar fjallshlíðarnar og sjást beljandi fossar og þröng dalverpi neðanundir. A stöku stað liggur leiðin eftir jarðgöngum og eru gluggar höggnir i bergvegginn, svo að meiri birtu leggi inn í göngin. Hér var sannarlega líf vort í höndum bíl-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.