Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1926, Qupperneq 22

Skinfaxi - 01.03.1926, Qupperneq 22
22 SKINFAXI L. Eskeland á mikinn Jprótt í orði sínu, því að ræðu- maður er hann með afbrigðúm góður og hefir liann haft mjög vekjandi áhrif á æskulýð þjóðarinnar. Hann ber falslausa ást til sinnar ættjarðar. Islands- vinur er hann mikill. Hefi eg heyrt hann telja Islend- ingum full mikið til síns ágætis. Fjöldi Islendinga hef- ir stundað nám hjá Eskcland og veit eg um þá marga, að þeim hefir fundist, sem þeir dveldu í sönnu föður- húsi, meðan þeir voru á lýðskólanum i Voss. Frú Marta kona Eskelands var sem Auður kona Gisla Súrssonar, að hún veitti manni sínum eindregið fylgi i öllunt mál- um. Konu sína misti Eskeland i haust. Bskeland gekk með okkur upp í fjallshliðina fyrir of- an skólann. Véður var ágætt. Glaða sólskin og bærðist ekki hár á höfði. Okkur var litið út yfir bygðina. „Du vene Voss“, varð mér að orði. „Já“, sagði Eskeland. „pessi sveit er ein af fegurstu bygðum Noregs, og nú gefst vkkur tækifæri til þess að sjá hana í sinu vorskrúði. Hér eru hlæjandi vötn eins og svenskurinn segir.“ Mér var litið til vatnsins í dalnum. J?að er sannarleg skuggsjá bygðarinnar. Fjallshliðarnar með sinni marg- breyttni. Snjóflekkjum efst, skógi, húsum og ökrum neðan til; alt þetta speglaði sig i vatnsfletinum. Eftir nokkra viðdvöl hjá Eskeland hurfum við aftur til fé- laga okkar. Glímusýningin fór fram um kveldið kl. 8 i „Ungdomshallen“; var þeirri sýningu vel tekið eins og sjá má í grein eftir G. Hagalin í Morgunblaðinu s. á. (Frh.).

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.