Skinfaxi - 01.03.1926, Page 23
SKINFAXI
23
r
Islenskar þjóðsögur.
Yfir þjóðsögúnum okkar gömlu hvílir heillandi
töfraljómi, sem hverjum þeim cr kunnur, er lesið hefir
hækur þessar með atliygli. Sá ljómi er endurskin þeirr-
ar sólar, sem lýsti upp moldarkofana þegar grútartíran
var útbrunnin og skammdegisnóttin sat að völdum.
J?að veit enginn, hve mikið við eigum þjóðsögunum okk-
ar að þakka. J?ær eru ótaldar kvöldvökurnar, sem þær
hafa verið sveitafólkinu til ánægju og um leið til gagns;
en sá, sem veitir ánægjustundir gefur meira en hinn,
sem kastar smápeningum á torgið fyrir almúgann. —
pjóðsögurnar hafa verið ótæmandi brunnur yrkisefna
fyrir skáld og listamenn. pó munu þær mestu hafa
komið til leiðar þegar þær voru lesnar á kvöldvökun-
um í sveitunum.
Vetrar töngu vökurnar
voru öngum þungbærar,
er við söng og sögurnar
söfnuðust föngin unaðar.
Svo kveður Ólína skáldkona og munu margir geta
tekið undir orð hennar.
í hverjum hól er fult af huldufólki, misjafnlega góð-
gjörnu, eins og gerist og gengur i mannheimum.
Ást og hatur Imldumeyjanna er engin hálfvelgja. par
er ekkert reykvikst „fjöll“ eða „fornemmelse“ á ferð-
inni. — A nýársnótt er gleði mikil og glaumur í álf-
heimum. Og ekki var þá altal' fýsilegt að sitja eftir
heima á bæjunum til að verja þá, þegar allir aðrir fóru
til kirkju. Sumstaðar l)ar svo við að sá, sem eftir var
heima, fanst dauður morguninn eftir þegar komið var
frá kirkjunni. En orsökin var sú, að einhverjir sam-
viskulausir huldumenn höfðu tekið bæinn með Bessa-