Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 26

Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 26
26 SKINFAXI að peningum, og voru þeir flestir meinleysisgrey, ef þeir voru ekki áreittir að fyrra bragði. Sumir gengu aftur til að vitja meyjarmála og þóttu engir aufúsu- gestir. Ekki hefir hann verið húinn að gleyma unnust- unni draugurinn, sem kvað þetta: Fer eg djúpt í fiskageim fjarri hringasólum, þo eg sé dofinn dreg eg mig heim til dóttur Narfa á Hólum. Gegn öllum draugaásóknum voru galdrarnir besta meðalið. Hefir það jafnan komið sér vel að vita jafn- Iangt nefi sínu i þeim sökum. Nafnkunnastir allra galdramanna eru þeir sæmdarklerkarnir Eirikur í Vogsósum og Hálfdán á Felli, en margir voru góðir, eins og t. d. Leirulækjar-Fúsi og lleiri. Siðast, en ekki síst, má nefna æfintýrin. pað væri gaman að geta stigið á klæðið góða og flogið þangað sem hugurinn óskar sér, eða horft í töfraskuggsjána og séð „of heim allan.“ 1 æfintýraheimum eru allir veg- ir færir. par er vegur undir og vegur yfir og vegur á alla vegu.“ Og yfirleilt hefir þjóðtrúin og sagnalistin verið þjóð- inni vegur „gegnum is og' hungur, eld og kulda.“ pjóðsögurnar og Islendingasögurnar mega með full- um rétti teljast lífsteinar íslenskrar tungu og þjóð- ernis. ()g jafnvel þótt hálfdönskum angurgöpum nú- líðarinnar tækist að koma íslenskri menning fyrir katt- arnef stórbæjatískunnar, mundi hún þó ekki verða að gjalti meðan hún geymir lífsteina þessa undir handar- jaðri sínum. pór. St. Eiríksson.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.