Skinfaxi - 01.03.1926, Side 32
32
SKINFAXI
ást á trúarbrögðum —■ ást á öðrum manni. Eitthvað
annað en sjálfselsku, því að hún t e n d r a r
aldrei ljos sálarinnar. Við vitum ekkert iivað mætir
okkur á lifsleið okkar á þessu sumri. Við vitum ekki,
nema sumarið færi okkur fleiri erfiðleika en liðinn
vetur, en við vitum heldur ekki nema hamingjudísirn-
ar hópist um okkur á komandi sumri, — en eitt vitum
við með vissu, að sumarið færir okkur b i r t u, 1 j ó s
og y 1. Við vitum það með vissu, að í hönd fer bjartasti
og hlýjasti tími ársins. — Tími lífsins er að renna upp
á norðurhveli jarðarinnar; tími frjóvgunar og þroska.
\rið sjáum i anda blómum skrýdd tún og iðjagrænar
hlíðar, iðandi fuglalíf og ógleymanlega kvöldsól. Við
sjáum þetta í anda og endurminningum frá fyrri sumr-
um, og við treystum á niðurröðun náttúrunnar. Hún
er það sem aldrei bregst.
Við fögnum 1 j ó s i n u, 1 í f i n u, y 1 n u m, sem
fylgir sumrinu, og bjartsýni maðurinn felur framtið-
ina öruggur forsjón guðs og góðra manna. Skuggar
vetrarins hverfa úr huganum fyrir hinni brosmiklu
birtu. Vorhugurinn blossar upp í brjóstunum og örygg-
ið vex. Myrkrið gleymist óttinn hverfur úr hug-
unum. Við vitum — „að vondur andi, varla á þessu
landi, sveimar um sumarmál.“
Stefán Jónsson, skólastjóri,
Stykkishólmi.
Skrúð-
Enginn maður getur fundið hollari og gleðiríkari
skemtun en þá sem náttúran hefir að bjóða. Hún er
hvorutveggja mentandi og göfgandi. Endurminning-
arnar vaka lengi í huga mannsins og geta glatt hann
þótt náttúru fegurðin sé all fjærri.