Skinfaxi - 01.03.1926, Side 40
40
SKINFAXI
um sið. par geta félögin átt landsheimili. par gætu
þau haldið aðalfundi sína, og tekið þátt i hátiðahöld-
um, ef framkvæmdar verða tillögur Björns pórðarson-
ar um það mál.
Hér liefir verið minst á helstu tillögur, sem fram
hafa komið gagnvart hátíðahöldum á pingvöllum og
framtíð þcirra, og getið um fátt af mörgu, sem ætla
má að ungmennafélagar geti lagt til þeirra mála.
Ungmennafélagar þurfa að fylkja sér fast og einhuga
um pingvallamálið. pau þurfa að ræða það. ítarlega
í hverju félagi um land alt, á komandi vetri, samþykkja
tiilögur um það á liéraðsþingum og bera þær fram á
Sambandsþingi U. M. F. I., sem á að halda vorið 1927
og ætti að liá á pingvöllum.
G. B.
Örnefni.
í 4. hefti Skinfaxa s. 1. á. er orðsending frá sambands-
stjórn, þar sem hún víkur að tillögu siðasta sambands-
þings í örnefna-málinu, og hvetur til að farið sé að sinna
því og undirbúa fyrir næsta sambandsþing.
Mér dettur því i hug að biðja Skinfaxa fyrir nokkr-
ar línur um þelta mál. En það verður að mestu leyti
orðrétt tekið upp úr Geisla, félagsblaði ungmennafé-
lagsins Dagrenning, er eg ritaði í um málið, veturinn
1924.
Samkvæmt ósk minni var málið svo flutt á síðasta
sambandsþingi af fulltrúa héraðssambands ungmenna-
félaga Borgarfjarðar, búfr. Ara Guðmundssyni frá
Skálpastöðum, og er eg honum þakklátur fyrir flutn-
ing þess.
Einnig þakka eg sambandsþinginu fyrir hinar ágætu
undirtektir er það. fékk þar, og gefur það góðar vonir