Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1926, Side 41

Skinfaxi - 01.03.1926, Side 41
SKINFAXI 41 um að það komist í framkvæmd áður langt líður, ef jneð alúð verður unnið að framgangi þess. En þess vil eg biðja þá, er lesa eftirfarandi Jíuui', er við koma framkvæmd á söfnun örnefnanna, tilbún- ing og geymslu örnefnaskránna, að muna eftir því, að þetta eru að eins lauslegar tillögur, sem kastað er fram, en sem að sjálfsögðu þurfa að gagnrýnast og Ijreytast eftir því scm þörf þylrir. En það tel eg mjög óliyggilegt, að byrjað verði á ör- nefndasöfnuninni, án þess að liafa cinbvcrjar ákveðnar reglur er farið sé eftir. Eg álít að það ætti að vera verlí næsta sambands- þings, að semja slíkar reglur, að fengnum tillögum sem l'lestra ungmennafélaga og liéraðsþinga. pví það liggur í augum uppi, að erfiðara verður að framkvæma öinefnasöfnunina, semja skrárnar og sam- ræma, ef engum regluin er fylgt í byrjun. En á þvi veltur framtíðargildi þessa verks, að vandað sé til þess að upphafi, og eftirkomendur okkar Jiafi þess sem mest not. J?að er betra að það dragist eitt árið enn, að liafist verði handa, en framkvæmd verksins verði svo ófull- komin, að liún verði að litlu gagni fyrir lcomandi kyn- slóðir. Á liverju einasta býli á landinu, eru einliver ör- nefni, fleiri og færri, og fyrir mörgum af þeim eru söguleg rök, að meira eða minna leyti. Sum af örnefn- um þessum eru afar forn og liafa myndast á landnáms- öld, cn þvi miður er fjöldi þeirra glataður fyrir löngu síðan, en aftur eru önnur nýkomin í þeirra stað, og svo gengur það koll af kolli. pvi með nýjum ábúendum býlanna, myndast ný örnefni, þá oft í sambandi við atburði, er fyrir komu i þeirra tíð, en göinlu örnefnin gleymast og deyja út. Oftast er það af ókunnugleika að svo fer, en stöku sinnum getur það orsakast af ræktar- leysi til fornra minninga liðinna kynslóða.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.