Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 42

Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 42
42 SKINFAXI petta er illa í'arið, þvi um leið og örnefnið gleymist, hverfur sögulega minningin um atburðinn sem orsak- að hefir það, en sem oft er brot. úr lífssögu manna og dýra, og jafnvel heilla héraða, — sögu sagðri í einum eða tveimur orðum, — orðum sem gefa til kynna hug- arástand eða verknað þess sem orsakaði örnefnið, — baráttu þess fyrir lífinu á vissum augnablikum þess, sigra þess og ösigra. Hugsum oss hvílíkur „Mímisbrunnur" það væri þeim sem rannsaka vildu sannsögulegt gildi fornsagna vorra, ef þeir þektu mcð sanni öll örnefni, er lifðu í minn- um manna i lok sögualdarinnar. pau hefðu getað verið þeinr óhrekjandi heimildir, fyrir sannleiksgildi atburða þeirra, sem sögurnar geta um, en nú er ómögulegt að sanna með rökum. Enda véfengja margir, bæði lærðir og ólærðir menn, að margir af atburðum þeim, sem sögurnar geta um, liafi í raun og veru gerst. Fjölda manna gengur svo illa að skilja hugsunarhátl og viðhorf liðinna kynslóða. Skilja þá meginþætti sál- arlífs og félagslífs, er þá voru ríkjandi, og þess voru valdir, að þeir atbúrðir gerðust er vér höfum sögu- sagnir af, — mismunandi ljósar sagnir. — J>ar hefðu ■skjalfest örnefni, mcð glöggri aðstöðu lýsingu, oft get- að komið að góðu liði til skilningsauka og sannana. ]>ótt hin svo kallaða söguöld sé fyrir löngu undir lok liðin og eigi liægt að kippa því í lag, sem aflaga hefir farið með varðveislu minninga Iiennar, er oss þó mögulegt að varðveita þau örnefni sem enn þá eru kunn og i manna minnum. Hver kynslóð á sina sögu og sínar minningar, og þá vitanlega eins sú er nú lifir, en sem innan skams mun heyra liðna tímanum til, — með sinum hugsunarhætti og sínum einkennum, — alt er á hverfanda hveli og til glötunar búið. pau örnefni sem þekt eru í dag, verða ef til vill glötuð á morgun og önnur ný komin i þeirra stað.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.