Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 2
130 SKINFAXI við hliðina á konu i faldbúningi. í því er ósamræmi, sem hver maður hlýtur að taka eftir. Hingað til hafa íslenskir karlmenn ekki notað þjóðbúning, en eg hefi oft heyrt menn minnast á litklæðin fornu, sem íslensk- an þjóðbúning, hliðslæðan skautbúningnum. Nokkrar tilraunir liafa verið gerðar, til þess að fá menn til að taka hann upp, en þær hafa ekki fyllilega lánast enn. Um 1870 tóku nokkrir norðlendingar sig saman, og riðu í litklæðum til pingvalla. Sigurður Vig- fússon fornfræðingur lét gera sér litklæði og notaði þau oft er hann sýndi forngripasafnið, þar sem þau nú eru geymd. Árið 1907 létu sjö áluigasamir ungmenna- félagar gera sér litklæði og voru i þeim á pingvöllum við konungskomuna. pá var samþykt á sam'bandsþingi ungmennafélaganna, svohljóðandi tillaga: „Sambandsþingið skorar á ungmennafélög Is- lands, þau, sem eru í sambandinu, að koma sér upp að minsta kosti einum litklæðum livert, lil fyrirmyndar, ef það gæti orðið til þess, að endur- vekja liinn forna íslenska hátíðabúning karla litkiæðin.“ En af einhverjum ástæðum hefir þetta ekki komið til framkvæmda. I byrjun maimánaðar síðastl. hóf eg máls á þvi við nokkra kunningja mína, hvort nokkuð mundi þýða að gera eina tilraun enn, til þess að koma á þjóðbúningi karla hér á landi. Endaði það samtal með því, að við ákváðum að reyna til þess fyrir lí)3(), og helsl að vera búnir að koma okkur sjálfum upp litklæðum fyrir jól þ. á. Eg talaði síðan um þetta við fjölda marga, og voru undirtektir ávalt á einn veg, að þetta víeri mjög æskilegt og besl sem fyrst, svo það yrði búið að ná út- hreiðslu fyrir 1930. Bundust nokkrir menn samtökum um að koma fram i þjóðbúningi þ. 17. júni og bera hann síðan á helgum og tyllidögum. Urðu þeir nálægt 20, sem það gerðu, og hefðu orðið miklu fleiri, ef

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.