Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 4
132 SKINFAXI þjóðminjavarðar, sem er þessu máli mjög hlyntur og liefir gefið mér margar mikilsverðar upplýsingar og bendingar þessu viðvíkjandi. Hinsvegar má ekki líta svo á, að búningur forn- manna sé tekinn upp óbreyttur, því að það mundi aldrei geta blessast nú á dögum, nema á leiksviði. Enginn vafi er heldur á því, að ef litklæðin hefðu lialdist við til þessa dags, þá hefðu þau hreyst. Hvernig þær breytingar liefðu orðið, er vitanlega ekki únt að segja, enda má það einu gilda. pær breytingar, sem gerð- ar hafa verið, miða aðal- lega að því, að gera bún- inginn hentugri, án þess þó, að hann breytti svip eða stíl. Eg læt hér fylgja lýsingu af búningnum, svo menn geti látið gera sér klæði eflir því, og svo eitt- 2. mynd. Kyrtill. (Punktalín- hvað sé til að átta sig a urnar sýna saumana). fyrir þá menn, er þessu máli vilja sinna. K y r t i 11 i n n (sjá 2. mynd) er gerður eftir kyrtl- um þeim, sem fundust á Herjólfsnesi á Grænlandi fyrir nokkrum árum. Er það, sem þar fanst, hið elsta, sem varðveist hefir af þesskonar klæðum. Hann er sniðinn í tveim aðalstykkjum (bak og framstykki), og snið- inn jafnviður niður, og ekki víðari en svo, undir hönd- unum, að þægilegt sé að klæða sig í hann og úr honum. Fjórir geirar eru settir upp í liann að neðan (tveir í framstykkið og sinn i hvorn htiðarsaum), lil þess að fá hann til að slá sér út að neðan, svo hann, meðal ann- ars, ekki hindri hreifingar manns. (Geirarnir voru til forna stundum hafðir miklu fleiri, en þess gerist ekki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.