Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 30
158 SKINFAXI L ei k e n d u r mega vera 22 f'lestir, 11 í hvoru liðL og raða þeir sér upp á svipaðan Iiátt og í knattspyrnu. Leikur hefst á þann hátt, aS dómarinn kastar knettin- um á niiSjan völlinn milli franiherja flokkanna. Leika þeir svo meS knöttinn líkt og' i knattspyrnu, aS eins mega þeir ekki sparka, lieldur einungis nota hendurnar. Annars gilda eftirfarandi reglur fyrir leikinn: 1. Enginn má ganga meir en tvö skref meS knöttinn. 2. Enginn má taka knöttinn af mótherja, ef liann liefir á lionum béSar liendur, en skyldur er hver og einn til þess aS kasta knettinum frá sér án tafar, og hef- ir dómari heimild til aS taka knöttinn af þeim er standa lengi meS hann, og fá liann einhverjum móthejja. 3. Enginn má sparka knettinum, en heimilt er aS stöðva hann bæði með liöndum og fótum. 4. Enginn má stíga inn fyrir markliring nema mark- maðurinn, og gildir einu hvort með eða mótherji á hlut að máli. 5. Enginn má lirinda eða stjaka við keppinaut sínum. Ef þessar reglur eru brotnar, er þeim flokki er fyrir því verður, refsað á þann hátt, að mótflokkurinn fær leyfi til að láta einn sinn mann kasta knettinum á mark frá vitismarki, og má þá enginn verja, nema markmað- urinn. El' um litlar eða ógreinilegar sakir ei’ að ræða, getur dómari látið nægja að taka knöttinn og kasta lion- um niður á þeim sama stað, eða fá liann einhverjum þeirra, er næstur stcndur, iir liinu liðinu. Ú r leik er knötturinn, ef hann fer lit af leiksvæð- inu. Fari hann út af hliðarlínunum, þá á mótherji þess er seinast snerti liann að kasta honum inn á völlinn aftur. En fari knötturinn lit af endamörkum, þá ber markmanni að kasta inn. Eins og áður er gelið, er gangurinn i leiknum svip- aður og í knattspyrnu. Samherjar kasta knettinum á milli sín og þokast um leið smátt og smátt að marki andstæðinganna; best þykir leikið, ef leikendur komast

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.