Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 23
SKINFAXI 151 að bvrja á undirbúningi og framkvæmdum, svo fyrsti fornbærinn yrði kominn upp fvri'r þjóðhátíðina 1930. Pétur G. Guðmundsson. Ungmennasamband Dalasýslu. Ungmennasamb. Dalasýslu hefir skift um formann ný- lega. í stað Markúsar Torfasonar í Ólafsdal, sem hefir verið formaður saml). undanfarin ár, hefir verið kosinn Jóhann Björnsson í Búðardal. Ungmennasamb. hefir ákveðið að Ijyggja sundlaug að Laugum i Sælingsdal. Laugin á að verða steinsteypt og yfirbygð og að öllu bin vandaðasta. Má þar kenna sund vetur og sumar, þvi að volgt vatn verður leitt í steinþróna. Líklegt er að verk þetta geti orðið Dalamönnum hin mesta menningarbót þá er það er fullgert. Ánægjulegt er að leggja rækt við svo merkilcgan stað, sem liina forn- frægu laug þar vestra, sem nú á að taka til sundnotkunar. Laug þessi mun frægust allra lauga luT á landi, því að við hana er bundið ástaræfintýri þeirra Kjartans og Guð- rúnar og Bolla, sem Laxdæla liefir gert ódauðlegt. Ef einhver nágrannaþjóðin ætti laug þessa og æfintýri það, sem við hana er tengt, mundi liún verða gerð að sælustað bæði andlega og likamlega. pangað mundu ár- lega koma þúsundir manua, sem notuðu heita vatnið sér til heilsubóta og fólkið mundi dreyma stóra drauma um hreysti og glæsimensku, vitsmuni og heitar en hamingju- snauðar óskir, en skáld og Iistamenn mundu víðfrægja þennan fornfræga stað. proskabót og lmgarheill ættu Dalamenn að hafa af slíkri gersemi. Undanfarin ár hafa ungmennafélög Dalamanna verið fremur aðgerðalítil, en margt bendir til þess að þeim sé nú

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.