Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 7
SKINFAXI 135 Legging þessi má vera hvort sem vill úr snöggu loð- skinni, þykku silki, flosi eða úr sama efni og skikkjan sjálf. Ef annað en loðskinn er notað í legginguna þarf hún að vera samlit skikkjunni, en má þó vera lítið eitl ljósari eða dekkri. í öðru lagi má hafa legginguna alt i kring (eins og á möttli). En ef leggingin er úr stífu á. mynd. Skikkja. (I>a'ð imin láta nærri á meðalmann að bak- saumurinn, frá hálsmáli niður úr, sé um 90 cm. á lengd. Sidd skikkjunnar). efni, truflar hún fellingarnar sem skikkjan annars tekur og er þvi vart cins heppilegt. I þriðja lagi má alveg sleppa leggingunni og er það að minsta kosti vel við eigandi á hversdagsbúningi. Ógjarna ættu menn að nota eftirlíkingar af loðskinni á skikkjuna; það er eitthvað svikið við það, þó það annars geti litið sæmi- lega út. pá er betra að hafa legginguna óásjálegri og sje hún það, sem hún sýnist vera. Skikkjan er læst á brjóstinu með stórri spennu, 12- 15 cm. á lengd (sjá 5. mvnd A og 9 mynd). þannig, að barmarnir koma ekki saman, heldur falla beint niður af öxlunum. Til forna var skikkjan oft læst á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.