Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 28
15(5 SKINFAXI Flestir liafa grun um að líkamsæfingar séu hollar og jafnvel nauðsynlegar, og nokkrir eru ákveðnir að byrja á þeim slrax á morgun, — en það dregst til næsta morguns — lil næstu viku — til næsta árs. — Æskan og vorhugurinn glatast jafnvel l'yrir hádegi æfinnar — dýrmætustu auðæfin, sem liægt er að geyma þar til gröfin hylur likamann. Ekki er þó liægt að neita að á síðustu árum liafi ofurlítið rést úr knjám olbogabarnsins. Er það mest að þakka belri samböndum við íþróttastofnanir annara landa, — utanförum íslenskra og lieimsóknum erlendra íþróttamanna, og einnig því að margir læknar, kenn- arar og aðrir leiðandi menn eru farnir að gefa þvi lilýrra auga. En U. M. F. mega ekki sofa, þó aðrir vaki. pau eiga að halda sitt göfuga lieit, fylgja sinni ströngu stefnu, ryðja hraut þeirri sjálfsögðu kröfu að skólarnir skyldi nemendur til daglegra likamsæfinga, að allir, sem fast, eða reglubundið starf hafa, iðki daglega líkamsæfingar og liinir svo oft sem tækifæri gefast, að hvert lieimili eignist baðklefa og noti hann, og umfram all að leiða æskuna ú t ú r reykjarsvælu og munaðarlífi knæpanna og i n n i leikfimissalinn. Æskan er framgjörn og fús til liðveislu, ef hjörn- inn skal vega. U. M. F., safnið liði og vinnið björninn. Takist það, tvöfaldast orka og áræði, þvi „frægð er fólkshvöt til framaverka“. þ>að er vormannaverk að rétta króann úr kryppunni, íta við syfjuðum sálum og sofandi búlíum, kveikja dáð í drengjum en d r e p a í v i n d 1 i n g u m. Á. Dalmannsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.