Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.11.1927, Blaðsíða 22
150 SKINFAXI skíðamenn, skautasvell er nóy á pingvallavatni og silungs- veiði á dorg gætu þeir stundað þar, sem það vildu. Skamt er þaðan upj) fyrir Kluftir fyrir þá, sem njóta vilja ís- lenskrar vetrarnáttúru í tigulegustu firnindum öræfanna. Eg luigsa mér liópa ungra sveina og meyja, sem taka sig upp og fara lil pingvalla á vetrum og iiafast þar við nokkra daga. A daginn eru iðkaðar iþróttir og leikir úti. Á kvöldin sitja menn við langelda i fornbænum, skemta sér við ræðuhöld, söng og leiki og sofa i lokrekkjum yfir nóttina. Umsjón og yfirráð yfir fornbænum ætti að vera í liönd- um ungmennafélaga eða iþróttafélaga. Eldivið má draga að á sumrin úr skóginum í pingvallahrauni, án þess að skóginn sakaði. Ivostnaður við að gera þenna bæ yrði að vísu allmikill. En talsvert mætti draga úr beinum peningagjöldum ef ungmennafélögin og íþróttafélögin gengjust i'yrir þessu. Margir mundu verða til þess, að vinna þar ókeypis að að- drætti byggingarefnis og hleðslu veggja. Eittlivað mundi megá l'á af fé með frjálsum samskotum innan félaganna og ef til vill gætu þau lagt fé til úr sjóðum sínum, sem verulega gæti munað um þegar saman kæmi, þó lítið væri úr hverjum stað. Eg tel einnig sjálfsagt að ríkið legði fram nokkurt fé til þessa. pað er sannfæring mín, að ungmennafélögin og iþrótta- íelögin gætu auðveldlega reist þenna hæ, ef samliuga vilji væri til þess. Og það er sannfæring mín, að menn mundu elcki sjá eftir að hafa gert það, þegar fram tíða stundir. Hitt er miklu líklegra, að yrði þessi bær reistur, þá mundi þess skaml að I)íða, að svona bæir yrðu reistir í öðrum landsfjórðungum, þar sem vel hagar til, og að þeir yrðu miðstöðvar íþróttalifs i héruðunum þegar fram líða stundir. Eg leyfi mér að skora á ungmennafélögin og iþrötta- félögin, að taka þessa uppástungu til athugunar. Og verði þau mér sammála um gagnsemi þessa fyrirtækis, ættu þau

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.