Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Síða 4

Skinfaxi - 01.12.1927, Síða 4
164 SKINFAXI um hamingjulöndin. En hyggið að: Tíminn líður. Lifið er fallvalt og hamingjan hverful. Áður en yldcur varir Iiefir, ef til vill, Jílill skýhnoðri hreiðst út yfir alt him- inhvolfið og byrgt sólina svo umliverfð alt er dimt og ömurlegt. Og hugsið ykkur, að þið þá fengjuð vitneskju þess, að þessi skyndilega breyting — þessi skýlmoðri, sem gerði himininn alskýaðan og skygði á sól lífs ykk- ar — væri afleiðing ykkar eigin verka og atliafna. Af- leiðing þess, að þið genguð fram lijá verkefnunum og gleymduð skyldunum, sem lífið bauð. Og hugsið ykk- ur ennfremur, að þið þá heyrðuð hróp bræðra ykkar og systra, er kölluðu og segðu: Hvers vegna gekstu fram hjá mér án þess áð rétta mér hjálparhönd? Hvers vegna gleymdirðu mér, þegar eg í veildeika mínum og þroskaleysi ofurseldi mig ofdrykkjunni, og leiddi þar með bölvun ekki einungis yfir mig sjálfan, heldur yfir afkvæmi min i þúsund liði? Hvers vegna lagðir þú ekki hönd á þann plóg, sem upprætir þann voðalega löst og afleiðingar hans? Hugsið þið ekki, að þá muni fara líkt fyrir ykkur og Kain forðum, að þið munduð óska þess lieitt og innilega, að ykkur mætti auðnast að bæta fyrir liin vanræktu verk, þvi að þótt orðinn hlutur verði aldrei aftur tekinn og þýði þess vegna ekki um hann að sakast, þá má þó mýkja og bæta þær afleið- ingar, sem af honum stafa. — Sagan um Kain getur þess ekki, að honum liafi auðnast það, en ykkur get- ur auðnast það samt. Til þess er eitt ráð og vil eg minna ykkur á það. Gangið fram til orustunnar og fylk- ið ykkur í þeim fylkingararminum, sem berst gegn áfenginu og ofdrykkjunni. Dragið fánann við hún og gleymið aldrei — hvort sem leið ykkar liggur yfir lönd eða höf þessum orðum: G æ 11 u b r ó ð u r þ í n s! Jónas porvaldsson kennari.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.