Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1927, Page 18

Skinfaxi - 01.12.1927, Page 18
178 SKINFAXI um nýgræðing hættir til afi gera lítið úr sér þegar í upphafi máls með óþörfum afsökunum og sjálfsá- deilu. Hún er þarft verk og einkar holt, en þó ættu menn helst að kljást við hana í einrúmi og allra síst fram- an í öllum. í ræðustól verða menn umframt alt að lialda virðingu sinni, annars fer alt úr reipunum. Gott er auðvitað að ræðan sé jöfn að kostum frá upphafi tii enda, en sé þess eigi völ er ráðlegt að kveðja sér rösklega hljóðs, s]iara kraftana að nokkru við mið- bik ræðunnar, til þess að livíla bæði sjálfan sig og aðra, en gera síðan snarpa lirið er að úrslitum dregur og slita leik þá hæst stendur. Er ágætt að rckja alla þá rauðu þræði með alúð, sem finnast kunna í ræð- unni, en reka fyrst á þá rembihnút þann, er duga skal að síðustu. Er miður heppilegt að slá út hæstu tromp* um í mðjum kliðum og vaða siðan elginn um heima og geima, uns allir hafa steingleymt því, að ræðumað- ur hafði trompin nokkru sinni á hendinni. Að loknu erindi gengur ræðumaður feimulausl úr ræðustól og án tilgerðar, en ekki með aumingjasvip sem sá, er gert hel'ir skammir af sér. VIII. pá skal vikið nokkrum orðum að r ó m i, r ó m- b r i g ð u m og 1 á t æ ð i. pað er sagt um Demosþenes, þann, sem frægastur er fornra ræðumanna grískra, að hann var blestur í máli. Fegurri, Iireifari og sterkari raddar aflaði hanu sér með erfiðum æfingum. Hann hélt hrókaræður vfir sjálfum sér, Iianu æpti í kapp við vind og öldu, hann stakk möl í inunn sér og reyndi að tala skýrt. pegar hann talaði síðar meir, þurfti cnginn að teygja álku með hönd við eyra, og enginn hrópaði: „Hærra, liærra." pó veltur ekki mest á Iiæð raddarinnar, en þvi meir á skírleik og raddstyrk. pað er meira segja alldjarft teflt að tala hátt úr liófi cða hrópa. Tvent ber lil: pað'

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.