Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1927, Page 24

Skinfaxi - 01.12.1927, Page 24
184 SKINFAXI Auk nytjajurtanna var víðasl eitthvað sett niður af rauðberja- og sólberjarunnum, einnig reyniviður og gulviðir sumstaðar, og töluvert af algengustu skraut- jurtum og sumarblómum. pað sem ískyggilegast var í sumar er leið, var mark- aðurinn, enda ekkerl selt, sem teljandi sé. „Eigi það nokkurntíma að verða gert, verðum við að gera það“, svaraði furan eininum þegar liann spurði: „Eigum við ekki að klæða f jallið?‘‘ Verði Island nokk- urntíma ræktað og klætt, verður íslensk orka að gera það, það er víst. Hitt er og víst, að þó nú sé fundiu belri aðferð til að ná þvi ræktunartakmarki, sem ung- m.f 'i. settu sér í upphafi, þá er leiðin enn þá löng og seinfarin, enda munu örðugleikarnir enn þá mæta þeim. ]?ó mun nú hvorki liætt né frá liorfið, því það sem landinu liggur nú mest á er ræktun. I 1000 ár hafa brekkur, mýrar og móar beðið ungra handa; sú bið er nú orðin nógu löng. J?egar ræktunarþekkingin er orðin almenn, og ást á ræktun er orðin rótgróin i æskulýðnum, þá tekur liann til hjartans afklæðing landsins, og þá mun liann leggja líf og krafta og æfistarf fram til að íklæða landið aft- ur fornum skrúða. „Börn vorliugans“ eru vonarinnar börn. þau sjá í hillingum, og sýnist því oft nær, það sem enn er fjær. peim verður stundum villugjarnt og tefjast á leið, en upp gefast þau ekki. pau átta sig og byrja á nýjan leik enda skulu hugsjónirnar rætast; þar sem óspilt, þjóð- rækin, stórhuga og samhuga æska fer, þar er „vöxtur i hverju spori“. ]?essu skal islenskur æskulýður enn þá trúa. Hann skal enn þá trúa á „lundi nýrra skóga“, þar sem hann heyrir gaukana gala, og sér laulcana spretta græna. Sá guð, sem gaf okkur þetta land, hann blessi is- lenska æsku og leiði hana á framastig. Guðrún Björnsdóttir.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.