Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1931, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.03.1931, Qupperneq 5
SKINFAXl 49 sem missir af æsku eða ungdómi, verður á sinn liátt eins og herbergi, sem hefir blæju fyrir glugga. „Og þó að oss finnist, við fall þitt, þar sem framtíðin gott á að vinna, nú orðið sé mannsliði minna. — Við heitum þér, að því, sem óuppfyllt var, af óskunum þínum að lilynna , og erfðafé ætlana þinna.“ Höskuldur Aðalsteinsson ætlaði sér annað en það, að standa aðgerðarlaus á torginu. Mundi honum verða betra gert en það, að vinir lians, jafnaldrar og vanda- menn taki upp niðurfallið merki bans og vinni að þeim málum, sem hann bar fyrir brjósti? Enn segir í kvæðinu: Haf þökk fyrir staðfestu, alúð og ásl til ætlingja og vinanna þinna, bvort vorum í leik eða að vinna. Þigg sæmd hans, sem aldrei um æfina brást, sig öllum að drenglund að kynna, sem var okkar bróðir og blessunar gjöf frá barnsvöggustokknum að tvitugs manns gröf. Þenna viðkvæma trega, þenna viturlega liarm vildi ég breiða ofan á þig, ungi maður. Þetta er lánsfé, en þó rentulaust. Þetta er fundið fé og þó rétt upp í hendurnar. — Þetta orðagull getur að vísu glóað á kistu hvaða unglings sem er — þess, sem svo er vel gerður, að honum særnir og liæfir gullið. Steplian G. Stepbansson segir ennfremur: Sjálft skammdegið verður þó vinningi að, ef vinirnir hafa við mikið að una — og ellinnar síðasti sigur er það, að sitja við leiðin og yrkja og muna.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.