Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1931, Side 7

Skinfaxi - 01.03.1931, Side 7
SICINFAXI 51 sín frá alda öðli, þar sem Baldur hvíta liillir upp við himin sjálfan i landi guða og dýra — það er að segja, í veröld hollvættanna. Nú er ég kominn of langt, ef til vill, út i fjarskann. Eg kom ekki hingað til að sýna, live víðförull ég kynni að geta verið. Eg kom í öðrum vændum; í þeim til- gangi kom ég, sem aðrir komu, er hér eru nú. — Vér komum til að heilsa, lieilsa heimkomnu ungmenni og íturmenni. Vér komum til að spegla sálir vorar í skær- um augasteini, og þó brostnum. Og vér komum til þess að kveðja, jafnframt því sem vér heilsum. Vér komum til þess að lita upp og um leið til þess að lúta liöfði. Vér komum til þess að gera krossmark yfir okkar eigin ástvinum — í huganum, jafnframt því, sem þessi sveinn er signdur. Vér kom- um til þess að sjá yfir horð og til þess að horfa nið- ur i dýpi og þó um leið upp i hæstu hæðir. Vér kom- um til að sjá takmark sjálfra vor og til þess að vikka s j óndeildarhrin ginn. Vér komum til þess að þiggja og gefa. Þessi ungi maður gerði það síðast, að liann með ráðstöfun horg- aði skuld og gaf systur sinni fingurgull. Svo drengi- lega varð hann við dauða sínum. Hann vildi fara frá lireinum reikningum. Og um leið talar hann máli hjartans gegnum gullbauginn. Þarna geta jafnaldrar lians lært skilvísi og tryggð. Þarna getur að líta tvær stjörnur, sem eru liverju ljósi hetri á vegum einstaklings og þjóðar. „Sjálft skammdegið verður þó vinningi að, ef vinirnir hafa við mikið að una“ — Hvað er það, sem getur lieitið m i k i ð, undir kringumstæðum, sem missir ástvina skapar? Það er, þegar allt kemur til alls, m a n n k o s t i r. Allt annað er hégómi í samanburði við þá. Leið þeirra, sem búa í þessu þorpi, liggur út á Höfð-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.