Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Síða 8

Skinfaxi - 01.03.1931, Síða 8
52 SKINFAXI ann hérna; við getum sagt: Til að skoða sólarlagið. Þegar vandamenn þessa ungmennis ganga í þeixn vændum þenna spöl og sjá sólina liníga i hreinviðri í hafið og virða fyrir sér þann ljóma, sem her fyrir auga, liafa þeir við m i k i ð a ð u n a, því að æfilok Höskuldar Aðalsleinssonar eru i samræmi við fagurt sólarlag. Að svo mæltu felum vér þetta ungmenni forsjá og umönnun þess allsherjarmáttar, sem vekur upp á vor- in það, sem fölnar og fellur á haustin. Guðmundur Friðjónsson. Þegnskylduvinna. i. Rjúfum þessa kotungs kofa, kveikjum í þeim, brennum, steikjum. Er það angurgapi eða ofstækismaður, sem yrkir þetta — æsingamaður, sem rólyndur fjöldinn þorir ekki að taka mark á. Er það flón, sem ekkert þekkir til lifsins? Hann vill „kveikja i, brenna, steikja“. Það er ekki hugsunarháttur nýtinna bænda; þeir mundu nota spýturnar úr gömlu kofunum í aðra nýja.. En hann vill losna við kofana — sem fyrst. Og „reisa hallir — liærri fjöllum, hetju þjóð með lifandi óði.“ Svo getur umbótaþráin leitað á, að hún noti stóru orðin, og það í fullri alvöru, en sleppi öllu smælki; það liverfur eins og lágar liæðir, þegar — horft cr á milli hárra fjalla. Það er livorki Kiljan né „kommún- isti“, sem orli þelta. Þessi maður var sjaldan talinn liættulegur. Það er mannvinurinn, bókmenntafrömuð- urinn, islenzki presturinn Matthias Jochumsson. Stór- skáldið, sem orti „Ó guð vors lands.“

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.