Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1931, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.03.1931, Qupperneq 11
SKINFAXI 55 Rjúfum þessa kotungs kofa, kveikjum í þeim, brennum, steikjum. Reisum hallir, liærri fjöllum, hetjuþjóð með lifandi óði. Grímur S. Norðdahl. Þegar fram úr sá. (Höfundur sögukorns þessa lætur þess getið í bréfi til ritstj., að þetta sé fyrsta og aleina tilraun sín i sagnagerð.) Hríðarlaust álli að' heita daginn þann, sem liann Jón í Dæli kom til okkar í síðasta sinn. Það var sunnudag- urinn í 4. viföynni, en það var i maímánuði en ekki í nóvember. Það var að afstöðnum viku snjóburðar- hríðum. Það var að viðbættri einni jarðbannaviku of- an á margar, er fyrir voru. Þá var orðinn býsna al- mennur heyskortur, en Jón í Dæli var einn orðinn strá- laus. Og það var orðið þröngt í búi hjá mörgum mauni, en bjargarlaus var enginn talinn nema Jón í Dæli. Seinna komst ég að því, að Jón í Dæli var eiginlega allslaus af öllu þvi, e.r telst til — ja, til lífsþæginda, hafði ég nærri sagt, en þau koma alls ekki við þessa sögu. En hann var allslaus af flestu því, er taldist þá og telst æ og æfinlega lil lífsnauðsynja. Enn seinna varð ég þess vísari, að hann var gjörsamlega þrotinn að kröftum, til þess að risa undir allsleysinu. Fátækt hefði hann getað þolað, enda hafði hún haldið í hönd með honum og verið trúr förunautur iians, svo að segja alla æfi. Ef til vill hefði hann getað þolað auð og alls- nægtir — og þó er það vafasamt. En allsleysið þoldi hann ekki. Það bar liann ofurliði og sligaði hann. Er það og æ þyngst að bera, meðan um nokkrar þarfir er að ræða, sem einhvers krefjast.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.