Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1931, Page 13

Skinfaxi - 01.03.1931, Page 13
SKINFAXI 57 í rökkur liríðar og nætur. Satt hafði liann sagt. Liða mundi þessi dagur svo, að ekki sæi fram úr. Daginn eftir voru þau umskifti orðin, að suiinan- stormur var, frostharka og renningur, en úr há- deginu sá í heiða rönd undir niðri í suðri. f aðrar áttir leit eg ekki. En seinnipart dagsins, þegar iírist- ján ærmaður kom heim úr liúsunum, var eg stadd- ur frammi i bæjardyrum. Kristján stappaði af sér snjóinn í dyrunum og sagði sitt af hverju óþvegið um frostið og ótíðiha. Eg vildi mæla tíðinni i)ót, þótt liún ætti það ekki skilið; eg vildi gjarna gleðja og iiressa Kristján, þótl hann ætti það ekki að öllu leyti skilið, svo að eg segi: ,,.lú, það er nú eittlivað til 1 því, en nú sér fram úr, Stjáni.“ „Hvað?“ segir Krist- ján, „sér nú fram úr, — sagðirðu það? Eigum við ekki að koma út sem snöggvast, hróið mitt?“ Eg lét ekki segja mér það tvisvar og varð fyrri út. Ætla ég þá að taka á rás suður hlaðið, en Kristján þrifur í öxl mér með harðri liendi og dregur mig út fyrir hæinn. Bendir liann mér þá á tvöfaldan, margfaldan klakkabakka, er þvergirðir liafið og segir: „Horfðu á, drengur! Sér nú kanske fram úr?“ Eg kom ekki fyrir mig neinu orði, en skrítið fannst mér það at- ferli Stjána, að blína norður i haf, til að vita hvort fram úr sæi. Af þessu má marka þroskastig mitt og vitsmuna, og svo hinu, að eg velti þessu fyrir mér lil kvölds, án þess að komast að annari niðurstöðu. En rélt fyrir háttatímann kom maður framan af bæjum og sagði tiðindi; lát Jóns í Dæli. Kom sú frcgn mjög á óvart, og urðu menn hljóðir við. Loks hófst Guðrún gamla frænka máls, upp úr eins manns liljóði og segir: „O jæja, þá liefir liann séð fram úr, aum- inginn og vonandi sjáum við það fleiri, áður en langt um líður.“ Þessum orðum Guðrúnar var engu svar- að, en eg varð þeim feginn, því að mér fannst þau vera vatn á mína myllu og styðja mitt mál. Mér varð

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.