Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1931, Page 14

Skinfaxi - 01.03.1931, Page 14
58 SKINFAXI litiö til Kristjáns ærmanns, en hann bærði ekki á sér, og mér þótti lakast að vita ekki, hvort hann liefði heyrt ummæli Guðrúnar gömlu frænku; þeim var þó æfinlega gaumur gefinn. Til þess var hún hæfilega margorð. En rélt fyrir háttatimann skrapp eg' út á hlaðið og leit til veðurs, tii frekari styrking- ar. En þá var komin karskahríð á norðan. Kólgan liuldi allar botnsliæðir dalsins og lá norður á lieið- arnar, miðja vega. En suður á hólunum grillti óljóst í manninn, er sagt hafði okkur söguna um afdrif og fráfall Jóns i Dæli — þá, er hér verður ekki sögð að sinni, — mann þann, er þrammaði sporaslóð Jóns í Dæli, unz hann hvarf í heim Iiríðar og nætur. En um kvöldið varð mér margt hugsað um þessi efni öll saman. Sveið mér það sárast, að Stjáni og klakka- bakkinn hefðu yfirhöndina. Og um nóttina dreymdi mig það, að eg er úti staddur, ásamt Gunnu gömlu frænku og hún lieldur i hönd mér, en Stjáni ærmað- ur stendur á hólnum norðan við bæinn og skyggn- ist til liafs. Okkur Gunnu gömlu varð litið suður á hóginn, þar sem við stöndum á skaflinum framund- an bæjardyrunum. Var hið mesta myrkur umliverfis okkur og svo uppi j'fir. En allt í einu lyftir undir margfalda þokukápu loftsins i suðri, og heiðir síð- an með svo skjótri svipan, að undrun gegnir. Verð- ur jörð öll ljósi lauguð, svo langt sem heiðið nær, og um leið liverfur snjór allur á því svæði. En þá er það hið lieiða, bjarta belti, sem jafnt eyddi mjöll sem myrkri, lýsir yfir sjTðstu hólana, er sáust að heim- an, þá sé eg, að þar hyllir undir Jón í Dæli með sleða sinn og æki á blóðrauðri jörðinni. Þá varð mér að orði, og ég sagði það í hærra lagi, ])ví að mig gilti einu að Stjáni ærmaður hejTrði það: „Ja, nú sér þó áreiðanlega fram úr, frænka.“ En ]>að var jafnsnemma, að ljósið lék um okkur og skaflinn hjaðnaði undan fótum okkar og við stóðum á þurr-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.