Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1931, Page 16

Skinfaxi - 01.10.1931, Page 16
144 SIvlNFAXI Gliins över sjö og strand stjarna i fjarran .... Eiga skáldin íslenzku ekkert af þeim hressandi vor- blæ og gróðurilmi, sem andar úr ljóðum Jeppe Aakjers? Ungmennafélagar! Hér er land að nema. Ekki að- eins fyrir „spámennina“, heldur líka hvern einasta íslending, sem á ríkar tilfinningar og glögga sjón heilhrigðrar æsku. Sigtúnum, 11. júlí 1931. Þóroddur Guðmundsson. Endurminning. Hinn G. janúar lí)06 var U.M.F. Drífandi undir Eyjafjöllum stofnað. Meðal stofnenda þess, sem alls voru 30 menn, voru þrír fullorðnir liændur, sem nú eru látnir, þeir Jón Sveinbjarnarson á Ásólfsskála, Sigurður Sigurðsson á Seljalandi og Vigfús Bergsteinsson á Brúnum. Forgöngumaður fyrir stofnun félagsins, var Sigurð- ur, og hann og Jón, er voru eldfjörugir gáfumenn, liöfðu slerkan liug á menningu æskunnar, örfuðu okkur, liina yngri, tiJ framfara og félagsskapar. Væri vert að minnast allra þessara manna rækilega, en þar sem hinn þriðji þeirra kemur hér einkum við sögu, verður þetta að nægja, því að í mjög takmark- aðri grein er það alls ekki hægt. Þó skal þess getið, að öllum var þeim það sameiginlegt, að þeir eltust ekki andlega að sama skapi sem árin færðust yfir þá. Yngstur þeirra var Vigfús á Brúnum. Hann and- aðist siðastliðið jóladagskvöld á 68. aldursári.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.