Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 8

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 8
60 SKINFAXI kennslu í svarllist (radering), en hún var þá óþekkt hér heima, og nam G. hana einkum i þvi skyni, að flytja hana heim. íslenzki leirinn hafði vakið athygli Guðmundar þeg- ar i bernsku, svo sem að framan segir. Dafnaði snemma hjá honum sú trú, að islenzkur leir væri engu verri en erlendur, til ýmsra smiða, en nú hefir liann gert þessa trú að vissu, sem kunnugt er. í Munchen tók hann að nema leirkerasmið og leirbrennslu, jafnliliða öðru listnámi. Lærði liann listiðn þessa til fulls. Má af öllu þessu marka, að verið hefir fullhlaðið á tímann. Einu sinni skrapp Guðmundur heim i sumarleyfi, árín sem hann dvaldi í Munchen. Það var 1923. Þá var hann 5 vikur uppi á Kili, aleinn, og hafðist við i tjaldi. Var það honum livíld frá námsstriti og borgarglaum erlendis, en jafnframt líkamleg þjálfun og andleg end- urnæring. — Þetta sumar tók liann og þátt í sýningar- för, er flokkur úr íþróttafélagi Reykjavíkur fór til Norðurlands. Var farið norður á skipi, en gengið suður fjöll. Hefir G. skrifað um ferðina i nýútkomið „Aldar- fjórðungs minningarrit I. R.“ 1925 hafði G. lokið námi sínu í Múnchen. Hugðist hann nú svala útþrá sinni rækilega, áður lieim væri haldið, og lagði upp í sjö mánaða ferðalag. Hélt hann fyrst suður um Balkanlönd, til Litlu-Asíu, og þaðan lil Grikklands. Flakkaði liann um Eginarhaf á flutn- ingaskipi, og lofar mjög greiðvikni og geslrisni skip- verja og eyjabúa. Fór hann þá til Sikileyjar og svo norður alla Ítalíu. Tók sú för liálfan annan mánuð. Þá ferðaðist hann um Sviss og Frakkland, til Lund- úna, og þaðan norður endilangt Stóra-Bretland, alll á norðanvert Skolland. Ósvaldur Knudsen, málari og fimleikamaður, var með honum á ferðalagi þessu. Þegar Guðmundur var heim kominn, eftir langa ut- anvist og ferðir miklar, efndi hann lil sýningar i Reykiavík. Sýndi hann 25 myndir frá ferðum sínum,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.