Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 16
68 SKINFAXI Glatt var ]),jóð á þingi, ])rek og fjör á kreiki, þegar þróttar-slygnir þreyttu fornmenn leiki. — Enn er glíman islenzkt þjóðargaman, ennþá snarpl og fjörugt gripið saman; stæltir vöðvar, fjör og táp i taúgum, trú og dyggð í sigurfránum augum. Lifi lisl og snilli löngu horfnra tíða. Glíman haldi hylli hugum-stórra lýða. Kappi’ og forsjá krappan ieik vér heyjum, knáum tökum, mjúkum liða-sveigjum. Komi jafnan krókur móti bragði, karskur sveinn þá ber af hverju flagði. Glímusöngurinn. í 8. hefti Skinfaxa f. á. var birtur snjall glímusöngur eftir Sigurð skáld Jónssoii á Arnarvatni. Nú hefir Sigvaidi S. Kalda- lóns tónskáld gefið ungmennafélögunum lag við kvæði Sig- urðar, og er það birt hér að framan. Er þess að vænta, að það verði sungið sem víðast, þar sem ungir og hraustir íslending- ar koma saman til leika. Ekkert tónskáld vort hefir náð jafn- ahnennri hylli og Sigvaldi Kaldalóns, svo vel hefir honum tekizt að túlka íslenzka þjóðarsál í lögum sínum. Er því æsk- unni vafalaust fagnaðarefni, að eignast lag eftir hann, við kvæði um glímuna, sem er íslenzkust allra íþrótta. Tónskáldið hefir gert lagið við 1., 4. og 5. erindi kvæðisins, og eru þau prentuð hér með laginu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.