Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 23

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 23
SKINFAXJ 75 Áhugamál íslenzkrar æsku. (Ritstj. Skinfaxa hét verðlaunum fyrir beztu ritgerð, er hon- um bærist fyrir sumardag fyrsta, um áhugamál í s- 1 e n z k r a r æ s k u, enda væri höfundur eigi eldri en 21 árs. Einar tvær ritgerðir komu, og eru þær prentaðar hér á eftir. Helgi Vigfússon, formaður U. M. F. Hvatar í Grímsnesi, er 20 ára, en Daníel Ágústinusson, gjaldkeri U. M. F. Eyrar- bakka, er 19 ára, og hefir þó veriS ungmennafélagi í 10 ár. — Báðum höfundunum eru send verðlaun þau, sem lofað var.) I. Öll þráum við vorið, ljósið og ylinn, sem eru trygg- ir förunautar þess. Vorið er lílca aflgjafi, sem lyftir mörgum fögrum hugsjónum til flugs, inn að hjarta einstaklingsins, og vorið er og verður ætið liið rétta umhverfi einstaklingsins á morgni lífsins. Á æskuár- unum þarf mjúk móðurhönd að móta leirinn, sem enn er ekki fullharðnaður. Aldrei riður einstaklingnum meira á umönnun en á bernsku og æskuárunum. Þá er honum nauðsynlegt, að sjóndeildarhringurinn sé fagur og samferðamenn- irnir góðir; ef þetta fylgist að, eru miklar likur til, að einstaklingurinn nái þeim þroska, sem er undirstaða allrar þróunar — allra mannkosta. Því á æskuárunum vaxa i sál einstaklingsins þær hvatir, er síðar mynda örlagavef hans. Framtíðin, með öllum sínum ráðgátum, gefur æsku- manninum tækifæri til að beina huganum að þvi óþekkta. Vorylur æskunnar hvilir þá svo undur létt yfir öllu, og í iiuganum reisa menn liáar hallir, sem hlasa við í vona- og draumalífi. Og það eru einmitt draumarnir ■— framtíðardraumarnir, sem rcisa æsk- unni mark til að stefna að, og áhugamál til að vinna fyrir. En livaða áhugamál ber iiver óspilllur æskumaðúr

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.