Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 34

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 34
86 SKINFAXI uppvaxandi æsku, eins og kaupstaðirnir? „Sérkenni sveitamenningarinnar hverfa nú óðum og er það vel farið“, segir hann. Ef þetta væri rétt greint, væri það þá vel farið? — En svo segir liann: „En þó skal það játað, að til eru þeir þættir i sveitamenningunni, er þroskazí hafa í fásinninu og líkindi eru til að muni einkenna hana að töluverðu leyti enn um skeið.“ Þjóðin liefir alltaf ált, á öllum tímum, „þrautseigju" til að vinna að framtiðarhugsjónum sinum, og á enn. Hún hefir átt „fyrirlitningu“ til að hera til þeirra manna, sem á einhvern hátt liafa sýnt öfuguggastefnu í þjóðræknismálum og umbótastarfsemi. „Umbótaþrá“ hennar hefir alllaf verið vakandi hjá þeim mönnum, sem bera velferð hennar fyrir brjósti. Þeir liafa að vísu oft verið fáir, og mátt sín lítils, en þeir hafa þó verið vökumenn þeirra liugsjóna. En svo eru á öllum tínium til menn, sem þykjast vera vökumannsstarfi vaxnir, — en „fljóta þó sofandi að feigðarósi“. Það er ekki hentugasta aðferðin, að standa kyrr i straumi lífsins. Öll kyrrstaða er hættuleg. Ekki heldur að fylgj- ast með straumnum. Það er flótti. Heldur á liver og einn að synda móti straumi — kljúfa strauminn. Sá, sem er fær í því að synda á móti, er alltaf viss um sæmilega landtöku. Skúli telur hugsjónir ungmennafélaga hafa átt rétt á sér fyrir 25 árum. En nú séu þær úreltar og eigi lít- inn tilverurétt. Eg hefi áður haldið fram, að ættjarðar- ást og sjálfstæðisbarátta séu jafn sígild orð á stefnu- skrá U. M. F., eins og fyrir 25 árum. Vinbindindið er engu síður þarft nú en þá, fyrst þjóðin bar ekki gæfu til að losna við vinið 1915. Iþróttamálin verða alltaf sígild. Iðnaðarmálin einnig. Sem sagt, öll þau mál, sem U. M. F. hafa á stefnuskrá sinni, verða gildandi um ókomnar aldir. En ýms flciri mál þyrflu félögin að taka á stefnuskrá sína, svo sem tóbaksbindindi og takmörkun á alls konar vörutegundum, sem kægt er

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.