Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 35

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 35
SKINFAXl 87 að framleiða í landinu. Auk þess að beila sér fyrir al- gjörðu banni á öllum ó þ a r f a innflutningi. Að endingu vil eg segja það, að þeir, sem ekki vilja einhuga starfa að álmgamálum U. M. F., ættu ekki að vera að kalla sig ungmennafélaga, né stofna félög, sem heita því nafni. Þar skiftir engu máli, þótt þeir, sem i félögunum eru, séu karlar og kerlingar, að eins að þeir starfi á þeim grundvelli, sem félögin voru upp- baflega reist á. Eg segi frá minu sjónarmiði, að eg vil ekki leggja mest upp úr höfðatölu félaganna. Heldur gengst eg' fyrir því, að þeir, sem standa í slíkum fé- iagsskap, séu einhuga uin stefnu hans. Eg veit líka dæmi þess, að sumir góðir menn hafa ekki viljað ganga í félag, vegna þess, að þeir hafa fundið, að inn- an þess var ekki sá andi, sem þurfti til að framfylgja stefnumálum þeirra. Að endingu vil eg endurtaka þau orð, sem Jón Trausti lætur sira Torfa segja í „Borgum“: „Munið það, og hugsið um það, því að fvrsta sporið til sannrar sæmd- ar er að þekkja sjálfan sig.“ Balaskarði, 24. marz 1932. Ingvar Pálsson. U. M. F. Svarfdæla. (Eftirfarandi upplýsingar hefir Skinfaxi fengið frá Snorra Sigfússyni skólastjóra). Ungmennafélag Svarfdæla mun vera eitt bið merk- asta og öflugasta félag, sem nú starfar í landinu, en licfir jafnan látið lítið yfir sér. Þykir því hlýða, að benda á nokkra drætti úr starfsemi þess og sögu. Félagið er stofnað 1909, 30. desember, og liefir það jafnan haldið aðalfund sinn þann dag. Hvatamaður að

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.