Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 4
128 SKINFAXI III. Kom unga tíð, með hlýrri hjartaslátt og hreinni svip og skærra angnaráð og nujkri rödd og dýpri andardrátt, — kom, djörf og hrein, með nýjan aldarhátt og nýjar óskir, nýja hetjudáð! Lát allt, sem hefir hhindað, vakna og vinna að vorsins heill — í Ijósi geisla þinna! fíind enda á þetta grimma, gráa stríð nm gæði jarðar: hús og föt og brauð. Veit hverjum sitl — leið sveltan, naldnn lýð til sigurs fram, -— þá kemur loks sú tíð að hgljast grasi grænu sporin rauð. Á meðan fólkið undir oki stynur, er æskugleðin skýjaborg — sem hrynur. Þann dag, er sérhver hcfir heimt sinn rétt og hloiið sína ríku lífsins gjöf, og mannkyn allt er orðið sama stélt, sem eykur lífsins gildi jafnt og þétt, — þann clag mun andinn halda lengra á höf. Sú öld, sem ber sín börn á hjarnið snauða, er blind — og felur í sér gröf og dauða. Því rís þú, æska, og horfðu langt og hátt og hindra þennan villta risaleik. Legg hiklaus fram það æðsla, sem þú átt, svo efnið verði traust í næsta þátt! Lát mátt þinn streyma í mannabörnin veik! Lát vélatröllin auðsins orku knýja til æðra marks —- og skapa gullöld nýja.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.